Dásamlegir svartbaunaborgarar

Published 28 janúar, 2010 by fanney

Þetta var hálfgert drullumall í skál, en heppnaðist undursamlega vel að mati okkar sambýlinganna. Það er því ekki annað til ráða en að reyna muna hvað fór ofan í skálina svo endurtaka megi leikinn. Og talandi um leikinn, leikurinn í dag (Ísland-Noregur) var fáránlega spennandi! Beit í neglurnar og reif í hár mitt eins og sönn boltabulla! Dásemd 🙂

___

Svartbaunaborgarar

f. 2-4

1 dós svartar baunir (notið endilega lífrænt ræktaðar, fást m.a. í heilsuhorninu í Nettó)

1 lítill laukur

1/2 kínverskur hvítlaukur

2 cm bútur engifer

1 rautt chilli, með eða án fræja

2 gulrætur

8-10 stönglar kóríander

1 msk cummin

1 msk kóríander

1/2 pk taco krydd

salt

1/2 lítil dós maísbaunir

4-5 msk hveitikím eða brauðrasp

___

Byrjið á því að setja lauk og gulrætur í matvinnsluvél (eða rífa niður) og raspa hvítlaukinn og engifer útí. Fínsaxa chilli og setja líka útí ásamt kóríander. Mixa þar til vel saxað. Bæta þá útí baunum og mixa smá, skrapa niður úr hliðunum og bæta kryddi og mixa þar til vel samlagað. Mér finnst betra að hafa þetta ekki algjört barnamauk. Setja maukið í skál og bæta maísbaunum saman við og heitikími/brauðraspi þar til maukið verður þykkt og vel hægt að móta úr því borgara.

Skipta maukinu í fernt og móta kúlur, fletja þær aðeins niður svo úr verði fallegur borgari og steikja á báðum hliðum þar til brúnt og stökkt. Ef borgararnir eru þykkir er betra að skutla þeim inní ofn í ca korter. Þessa borgara má setja í brauð með grænmeti og einhverri sósu að vild og dugar þá uppskriftin að öllum líkindum fyrir fjóra. Við stöllur borðuðum þetta eins og buff í kvöld, tvö á mann með sósu, salati og tómatsalsa. Dásemd!

Auglýsingar

One comment on “Dásamlegir svartbaunaborgarar

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: