Steiktar eggjanúðlur

Published 27 janúar, 2010 by fanney

Fékk gríðarlega löngun í kjúklinganúðlur í vikunni. Vissi af einmana kjúllabrjósti í kistunni svo ég kippti henni upp og losaði hana þar með úr þessar ísköldu prísund sem hún hafði fengið að dúsa í alltof lengi. Eftirfarandi uppskrift er vonandi svipuð og það sem ég mallaði úr brjóstinu góða. Ljómandi fínn hversdagsmatur – og ódýr sem ekki er verra!

___

Steiktar eggjanúðlur

f. 2

1,5 plata af eggjanúðlum (eða 2 pk instant núðlur eða sambærilegt magn af öðrum núlum)

1 kjúklingabrjóst

1/2 laukur

1/2 kínverskur hvítlaukur (eða 2-3 rif)

mirin (má sleppa)

sojasósa

maíssterkja (gamla góða Maizena mjölið)

5 cm bútur blaðlaukur (eða 3-4 vorlaukar)

1 gulrót

smá hvítkál

sweet chilli sósa

1 egg

__

Byrjið á því að setja núðlurnar í pott sem fullur er af sjóðandi vatni. Sjóðið þar til nánast tilbúnar. Þá eru þær skolaðar uppúr köldu vatni til að stoppa eldunina og settar í sigti svo allt vatn renni af. Á meðan núðlurnar sjóða er kjúllabrjóstið skorið í litla bita og sett í skál ásamt 1 msk soja, 1 msk maíssterkju og 1 tsk mirin. Geymt á meðan önnur hráefni eru undirbúin. Grænmetið er skorið niður í strimla (julienne); ég nota svona græju á gulrótina (fæst í Pottar og prik) en það má vissulega gera þetta allt í höndunum. Hvítkálið fínsaxað í strimla og laukurinn líka. Hvítlaukurinn fínsaxaður og eggið sett í litla skál eða bolla og hrært smá saman. Blað/vorlaukurinn saxaður fínt. Þá eru öll hráefnin tilbúin til eldunar (það er mikilvægt í stir-fry eldamennsku að öll hráefni séu tilbúin því ekki gefst tími til að skera eða dúlla sér þegar steikingin er hafin).

Wok-panna (eða venjuleg panna) er hituð upp og þegar hún er orðin heit er 3 msk olíu hellt útá. Kjúklingurinn steiktur ásamt marineringunni og hrært í á meðan. Næst fer allt grænmetið nema blað/vorlaukurinn og hvítlaukurinn útá og það steikt í 2 mín. Þá er ca 3 msk soja og 3 msk sweet chilli sett út á pönnuna og hrært vel. Þegar núðlurnar eru tilbúnar (þe. skolaðar og vatns-lausar!) er kjúklingagrænmetishrærunni smellt smá til hliðar svo pláss myndist á pönnunni og þar sett eitt egg. Passið að hræra eggið ekki saman við grænmetið meðan það er hrátt, það endar í hörmungum (trúið mér!). Búið til eggjahræru (scrambled egg) þarna á pönnunni og þegar það er tilbúið bætið þið blaðlauknum við og hrærið öllu vel saman. Þá er núðlunum skellt á pönnuna og þær steiktar þar til heitar í gegn. Vesgú!

Auglýsingar

4 comments on “Steiktar eggjanúðlur

 • Sæl vinkona!!

  Eigum við að ræða það eitthvað hvað þetta var gott í kvöldmatinn, litla skotta reif þetta í sig eins og enginn væri morgundagurinn líka 😉

  Takk fyrir góðan vef 😉

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: