Skyrterta

Published 10 janúar, 2010 by fanney

Klassísk skyrterta vs. skyrtertan sem ég gerði í gærkvöldi. Upprunalegu uppskriftina fékk ég frá kærri samstarfskonu á Búsetudeild, Kristínu Tómasdóttur.

___

Skyrterta

1 pk Lu kanilkex (ég notaði ca 25 piparkökur sem ég átti í dalli, líka hægt að nota súkkulaðikex, haustkex, blanda smá makkarónukökum saman við (mammslan mín gerir það stundum og það er sko NAMM!) eða hvaða kex sem er)

50-70 gr smjör, brætt

1 peli rjómi

1 stór dós KEA vanilluskyr (ekki einu sinni hugsa um að nota annað skyr, þetta er svo langtum besta skyrið á markaðnum!)

Frosin hindber (ég sleppti þeim, en sett í staðinn súkkulaði og karamellusósu)

Hindberjasulta (ég sleppti henni í þetta skiptið)

___

Kexið er mulið niður í fína mylsnu. Ég set það yfirleitt í plastpoka, lem það duglega með kökukeflinu og rúlla svo nokkrum sinnum yfir mylsnuna í pokanum til að fá hana fína. Sumir vilja þó ekki hafa fína mylsnu heldur smá bita með, og það er bara af því góða! Smjörið er brætt, ég mæli það svosem aldrei heldur sirka bara út hversu mikið smjör ég þarf til að bleyta sæmilega upp í mylsnunni. Mylsnunni er hellt í eldfast fat eða eitthvað fat sem þið viljið bera skyrtertuna fram í, og smjörin hellt þar útá. Hrært vel og búinn til botn með því að þjappa þessu jafn niður í botninn. Kælt á meðan fyllingin er útbúin. Þeyta rjómann og blanda svo skyrinu varlega saman við svo ekki falli niður loftið í rjómanum. Í upprunalegu uppskriftinni var hindberjasultu smurt á botninn áður en fyllingin er sett þar ofan á, og má þá nota hverskyns sultutau eða sósur, en ég sleppti því. Svo smyr maður fyllingunni ofan á botninn og jafnar út – nú eða býr til hóla og hæðir! Ofan á það eru svo sett hindber í uppskriftinni hennar Kristínar, en ég saxaði niður smá 70% súkkulaði og dreifði yfir. Átti svo pínu afgang af heitri karamellusósu sem ég hitaði upp og drissaði yfir. Þetta var mjög gott og alveg furðulega létt 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: