Nammidagur!!!

Published 10 janúar, 2010 by fanney

Ó ég elska laugardaga! Laugardagar í fríi eru enn betri, en vel skipulagðir vinnulaugardagar eru líka frábærir. Þar sem Heimir var að útskrifast sem söngkennari ákvað ég að gefa honum veislu í útskriftargjöf. Það hefði verið frekar furðulegt ef við hefðum bara setið tvö við kræsingarnar svo ég bauð líka konunni hans henni Önnu Rósu, Völlu og Adda og að sjálfsögðu Þórhildi sambýliskonu. Kvöldið var í alla staði frábært. Eftir góðan mat mættu Helga og Íris Eva í Gýpukotið og spiluðum við bæði Heilaspuna (GOD hvað hægt er að bulla mikið og hlægja mikið!) og Rapidough (var næstum búin að gleyma hversu sniðugt það spil er). Anna Rósa kom klárlega, sá og sigraði, en hún var bæði Ofurheilinn og saman unnum við leirkeppnina ógurlegu. Frábært kvöld, frábært frábært frábært!

Eftir vinnudaginn hófst 2ja tíma eldhúsprepp, ég var svo séð að hafa farið að versla daginn áður 🙂 Í matinn voru hægeldaðir lambaskankar a la Jamie Oliver (uppúr fyrstu bókinni hans). Uppskrift sem ég gleymdi í svolítinn tíma en enduruppgötvaði eftir matarboð hjá Svenna um daginn. Eftir að hafa brúnað skankana á pönnu fengu þeir að hlýja sér inní ofni í tvo tíma með loki og svo rúman hálftíma án loks = smjörmjúkt lammeköd!!! Sósan heppnaðist gríðarlega vel, en eins og mín er von og vísa gat ég ekki farið nákvæmlega eftir uppskriftinni og breytti og bætti aðeins. Með þessu gerði ég svo sellerírótar- og blómkálsmauk sem svona líka smellpassaði með herlegheitunum. Sett á diska og parmesan ostur rifinn yfir (vonandi myndir síðar!). Algjört food porn!! Í eftirrétt gerði ég svo tvist á nokkuð klassíska skyrtertu sem stendur alltaf fyrir sínu. Sumsé – dásamlegur nammidagur fyrir malla og sál!

Lofaði að setja inn uppskriftina að maukinu, eða reyna að muna hvað ég setti í það öllu heldur 🙂

___

Sellerírótar- og blómkálsmauk

f. 4-6 með mat

1 höfuð blómkál

1/2 væn sellerírót (sjá hér)

3-4 msk smjör

salt, pipar

5-6 msk rifinn parmesan ostur

5 msk rjómi, léttþeyttur

___

Ég skar blómkálið og sellerírótina niður og sauð þannig í vatni með smá salti. Sigta vatnið frá og mauka með töfrasprota eða kartöflustappara. Þið ráðið hvernig áferð þið viljið hafa, hvort maukið sé slétt eða dálítið gróft. Smjörið sett saman við og leyft að standa smá svo það bráðni saman við. Kryddað með salti, pipar og parmesanosti. Rjóminn þeyttur í höndunum, tekur enga stund – fín æfing fyrir músklana, og blandað varlega saman við rétt áður en maukið er borið fram. Geymist nokkra daga í kæli (og má frysta) ef svo ólíklega vill til að einhver afgangur verði. Mætti líka nota afganga til þess að búa til grænmetissúpu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: