Túnfisks- og sætkartöflubuff

Published 8 janúar, 2010 by fanney

Dásemd og dýrðin eina! Gerði þetta í kvöld, já á föstudagskvöldi, og það var algjör unaður. Við sambýliskonurnar æptum af ánægju yfir því hversu ljúffengt þetta var. Hljómar kannski ekkert gríðarlega girnilega fyrir marga, en trúiði mér, þetta var snilld! Ég sá uppskriftina eftir margra klukkustunda vafr á bilaðslega flottu bloggi hjá stúlku sem heitir Ella Helga og uppskriftina má finna hér. Ég ætla þó að fá að skrifa hana upp hér fyrir neðan eins og ég gerði hana, en hugmyndin er komin frá henni Ellu Helgu. Buffin voru dálítið laus í sér svo ég mun eflaust bæta aðeins við þau þegar ég geri þau næst – og það er sko ekki langt þangað til!

___

Túnfisks- og sætkartöflubuff

f. 2

1 dós túnfiskur í vatni, vatni hellt af

1 stór eða 2 litlar sætar kartöflur, soðnar

10 cm bútur blaðlaukur, mjög fínt saxaður

10 cm bútur sellerí, mjög fínt saxað

2 hvítlauksrif, rifin eða söxuð (næst ætla ég að nota 3 rif)

1 egg (næst ætla ég að nota 2 egg)

1 msk Nigella fræ/svört laukfræ

1 msk kóríander

1 tsk cayenne pipar

1/4 tsk túrmerik

1 tsk cummin

salt og pipar

1/4 tsk kanill

smá lime safi

__

Blanda öllu saman í skál, passa að setja eggin ekki útí ef kartöflurnar eru brennandi heitar (þá fáiði hrærð egg!). Mæli með að bæta við 2-3 msk af brauðraspi til að þau haldist betur saman. Smakka til, bæta við kryddi ef þið viljið. Steikja svo á pönnu þar til gyllt báðu megin. Hérna var þetta borðað með gufusoðnum gulrótum og rófum og hunangssinnepsdressingu úr sýrðum rjóma, hunangi, sætu sinnepi, salti og pipar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: