Góður og fljótlegur fiskréttur

Published 8 janúar, 2010 by fanney

Átti afgang af mexíkanskri grænmetissúpu í kæli. Á föstudögum borðum við afganga hérna í vinnunni, en þar sem lítið var um slíka og lítil löngun í súpu varð þetta til.

___

Fljótlegur fiskréttur

Ýsuflök, eins mörg og þarf til að metta þá maga sem verða við borðið

Brokkolí

Strengjabaunir

maísbaunir

Afgangur af mexíkanskri súpu eða annarri súpu, eða einhvers konar sósa

Rifinn ostur

___

Ýsan skorin í stóra bita og sett í botninn á eldföstu fati. Þar ofaná dreifði ég brokkolí og strengjabaunum (sem ég hafði afþýtt og skorið smá niður í munnbita) og einni dós af maísbaunum. Salt og pipar og svo súpan. Rifinn ostur þar ofan á og svo setti ég smá Best á allt frá Pottagöldrum. Þessi réttur var borðaður með ristuðu brauði, en væri alveg jafn góður með hrísgrjónum (sem væri jafnvel búið að blanda saman við kóríander!).

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: