Mjúkar piparkökur

Published 1 desember, 2009 by fanney

Uppfærsla í desember 2010: Ég er með nýja uppskrift sem er mun betri en þessi. Hana má finna HÉR.

Ég gat auðvitað ekki staðið við óskrifaða loforðið sem ég gaf sjálfri mér í byrjun nóvember: komast ekki í jólaskap NÉ byrja að baka jólasmákökur fyrren ég hef lokið við öll verkefni í skólanum. Jæja, ég hef þá amk. eitthvað að maula við lestur og ritgerðarskrif, sem hlýtur að teljast stór plús!

Ég hef í nokkurn tíma leitað að mjúkum piparkökum sem mér líkar vel við. Já, ég er svolítið meira fyrir mjúkar (og oft á tíðum seigar) smákökur. Þessa uppskrift fann ég hérna og við fyrsta bakstur líst mér ljómandi vel á hana. Það er svo bara vonandi að þær harðni ekki um of með tímanum, heldur haldist svona mjúkar í miðjunni en smá stökkar að utan – dásamlegt! Leyfi uppskriftinni að fylgja hérna með á íslensku ef þið hafið áhuga á svona gómsætum smákökum 🙂

___

Mjúkar piparkökur

2 1/2 bolli (eða 280 gr) hveiti

2 tsk engiferduft

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1/2 tsk negull

1/4 tsk salt

3/4 bolli (eða 165 gr) smjör(líki) við stofuhita

1 bolli (eða 200 gr) sykur

1 egg

1 msk vatn

1/4 bolli (eða 60 ml) sýróp

___

Sigta saman öll þurrefni og geyma í skál til hliðar. Á meðan er sykurinn og smjör(líkið) hrært í hrærivél þar til það verður ljós og svolítið flöffí. Þá er eggi hrært saman við og þegar það hefur blandast er vatni og sýrópi bætt útí. Þá má setja þurrefnin saman við í nokkrum hollum og hræra þar til þetta er vel blandað. Úr deiginu eru svo rúllaðar kúlur, ca á stærð við valhnetu eða aðeins minni, og settar á plötu með ca 3 cm millibili, þær tvöfalda þvermál sitt við bökun. Þessu er svo skellt inní ofn sem hefur náð 175°C og bakað í 8-10 mínútur. Þegar þær koma úr ofninum eru þær mjúkar svo það þarf að taka bökunarpappírinn af plötunni og leyfa þeim að hvílast í nokkrar mínútur áður en þær eru losaðar af pappírnum.

Þegar ég geri þetta næst ætla ég að bæta við ca 1/4-1/2 tsk af svörtum pipar og jafnvel smá meira af kanil þar sem mér finnst gott að hafa mikið kryddbragð.

Auglýsingar

One comment on “Mjúkar piparkökur

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: