Baby Ruth

Published 1 desember, 2009 by fanney

Ég man eftir að hafa heyrt talað um þessa fyrir allnokkrum árum. Þá var þetta afskaplega „heit“ terta í allskyns boðum. Ég minnist þess þó ekki að hafa smakkað hana á þeim tíma.

Þegar Rússinn fór út um daginn þá var boðið til kökuboðs þar sem þessi kaka varð fyrir valinu. Hún er í Kökubók Hagkaups, sem er annars dásemdarbók (sem ég á btw. ekki!). Listinn er kannski langur, en það er alls ekki erfitt eða tímafrekt að gera þessa köku. Svo er hún líka bara svo subbulega góð!!

___

Baby Ruth

Botn:

3 eggjahvítur

200 gr sykur

100 gr salthnetur

70 gr. saltkex, mulið

1/2 tsk lyftiduft

__

Eggjahvítur og sykur þeytt í rot þar til hægt er að setja skálina yfir höfuðið og ekkert lekur úr. Þá er lyftidufti, hnetum og kexi bætt við og hrært afskaplega varlega með sleikju svo ekki detti loftið úr eggjahvítunum. Engan brussustæla hérna, þolinmæði og varkárni takk. Þetta er svo sett í form, eða breitt út í hring á smjörpappír, og bakað við 170°C í 20 mín. Mæli frekar með því að setja þetta á bökunarpappír, þá er auðveldara að losa pappírinn frá heldur en að losa botninn úr formi (mamma kenndi mér að teikna hring á bökunarpappírinn, snúa honum við og breiða svo marengsinn út á rönguna á pappírnum).

__

Krem:

100 gr súkkulaði

50 gr. smjör

3 eggjarauður

60 gr flórsykur

__

Súkkulaðið og smjörið brætt saman. Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Súkkulaðiblandan er þá látin kólna í nokkrar mínútur og svo blandað saman við eggjahræruna og hrært vel í. Kremið sett yfir kaldan botninn.

__

Ofan á þessi herlegheit kemur svo 1 peli léttþeyttur rjómi. Hægt að skreyta með súkkulaðispæni, salthnetum eða hvaðeina, en kakan eins og sér er svo dýrðleg að engra skreytinga er þörf.

 

Auglýsingar

3 comments on “Baby Ruth

 • þessi kaka var alltaf á boðstólum á Súfistanum og er enn. Þegar ég vann þar var þetta upppppáhalds kakan mín, hættuleg alveg hreint!! En svo eru þær líka með útgáfu sem heitir Baby Jane og er með kókosbotni í milli líka og hún er assskoti góð líka…

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: