Hagsýnisfat

Published 22 október, 2009 by fanney

Þegar ég var að græja þennan rétt, í vinnunni, var ég sögð ansi hagsýn. Þar sem það orð er ekki notað oft um mig varð ég að grípa gæsina og kalla þennan rétt Hagsýnisfat 🙂 Í réttinn má nota alla grænmetisafganga sem þið finnið í ísskápnum og jafnvel bæta við afgangs kjúlla eða fisk eða hvaðeina. Þetta var það sem ég sett í fatið að þessu sinni, og það heppnaðist líka svona ljómandi vel!

___

Hagsýnisfat

f. 6-8 svanga

200 gr kúskús

2 dl sjóðandi vatn

1 dós kjúklingabaunir

1 lítil dós maískorn

2 laukar, saxaðir fínt

brokkolí, niðurskorið

1 sæt kartafla, í bitum

4-5 kartöflur, í bitum (átti soðnar í kæli, þarf ekki að nota)

5-7 gulrætur, saxaðar

1 lítil dós ananas í bitum, skorinn fínt

1 krukka Tikka masala sósa

1 dós kókosmjólk

___

Byrja á því að hella sjóðandi vatni yfir kúskúsið og leyfa því að standa í 5 mín. Krydda með hvaðeina sem þið viljið, ég setti chilli og cummin. Blanda saman Tikka masala sósunni, kókosmjólk og safanum af ananasinum í pott og hita að suðu, skutla þá 2-3 msk af sósujafnara og dass af chilli. Setja svo kúskúsið neðst í eldfast fat. Þar ofan á dreifir maður svo baununum, maískornunum og ananasbitunum. Steikja grænmetið (í skömmtum, fer eftir stærð pönnunnar) og skutla yfir baunirnar. Þvínæst er sósunni hellt yfir, fatið hrist smávegis til svo sósan nái niður að kúskúsinu og þessu hent inní ofn í ca 15 mín. Á meðan þurr-ristaði ég kókosflögur og furuhnetur á pönnu og skellti því yfir rétt áður en ég bar réttinn fram. Með Hagsýnisfatinu gerði ég svo spínatdressinguna mína.

Þessi uppskrift er frekar stór (þar sem hún varð til í vinnunni þegar ég eldaði fyrir dágóðan fjölda) en það má vel minnka hana (eða stækka enn meira!). Notiði bara það grænmeti og dósir (baunir, ananas, grænmeti) sem þið eigið og hreinsiði til í ísskápnum. Ef þið eruð eitthvað lík mér þá veitir víst ekki af!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: