Chilli con carne

Published 18 október, 2009 by fanney

Fyrir mér er chilli con carne bara „skell’essu í pott og láta malla“ svo mælieiningarnar eru sirkaðar. Svo bætið þið og breytið eftir eigin bragðlaukum. Mér finnst t.d. cummin svakalega gott og því hef ég slatta af því. Bjór er líka góður og ég er rausnaleg á hann líka. Hvað chilli varðar þá er betra að byrja á einu eða tveimur og bæta þá við í formi dufts eða mauks því fersk chilli eru misjöfn. Þessi útgáfa er meðalsterk. Þið smakkið þetta bara til!

Annað, hakkið! Prófiði að kaupa eitthvað annað hakk en nautahakk. Persónulega finnst mér nautahakk sísta hakkið af öllu, bragðlaust, vond lykt af því og seigt. Blandað hakk er fínt, lambahakk enn betra! Í kvöld prófaði ég folaldahakk sem ég fékk hjá B.Jensen (á tæpar 200 kr nota bene 500 gr!) og það er toppurinn. Svo ofboðslega bragðgott og mjúkt, en alls ekki afgerandi. Hakk er ekki bara nautahakk!

Svo er sjálfsagt að nota bara baunir, bæta etv kúrbít, kartöflum eða því grænmeti sem mann lystir. Já eða sojahakki?

___

Chilli con carne

f. 4

500 gr hakk að eigin vali

2 rauðlaukar

1-2 rauð chilli

1 kínverskur hvítlaukur eða 4-5 rif

1 paprika

2 msk cumminduft (broddkúmen, ekki kúmen)

1/2 tsk cayanne pipar

1 msk oreganó, þurrkað

1 msk ungverskt paprikuduft (eða bara paprikuduft)

1 dós af söxuðum tómötum (eða 4-5 maukaðir ferskir)

1 dós af nýrnabaunum

1 teningur (ég nota lamba)

4 msk barbeque sósa

1/2 lítill bjór eða pilsner (kokkurinn fær hinn helminginn!)

2 litlir bitar af suðusúkkulaði

3-4 msk chipotle mauk (fæst í Bónus hjá mexíkanska dótinu, er í raun bara maukaður pipar svo það má nota hvaða piparmauk sem er. Ef notaður er ferskur chilli eða rautt chillimauk þá er gott að byrja á 1 tsk og smakka til því það getur verið ansi sterkt.)

___

Byrja á því að steikja hakkið í olíu í góðum þykkbotna potti. Ég set lauk, hvítlauk og chilli í matvinnsluvélina og saxa smátt þar (það er auðvitað líka hægt að gera það í höndunum), bæti því svo útí ásamt paprikunni sem ég hef saxað niður í munnbitsstóra bita. Bæti útí öllu kryddinu (nema chipotle maukinu, ég nota það til að smakka til styrkleikann), barbequesósunni og tómötunum auk ca 1 dl af vatni sem ég nota til að hreinsa úr tómatdósinni. Leyfi þessu að malla í 10-15 mín og smakka þá til. Bæti útí chilli/chipotle/cayenne eftir smekk og set súkkulaðið útí. Þetta má malla í langa stund, en það dugar að láta það malla þar til þykktin er orðin fýsileg. Þá er nýrnabaunum skellt útí og látið malla þar til þær eru orðnar heitar í gegn.

Mér finnst best að borða þetta með hýðishrísgrjónum sem ég blanda saman við kóríander og gular baunir. Svo er líka nauðsynlegt að hafa nachos-snakk með og sýrðan rjóma.

Bon appetite!

Auglýsingar

5 comments on “Chilli con carne

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: