Matsaman-kartöflusúpa

Published 14 september, 2009 by fanney

Þessi varð til óvart, hún er ein af þessum klassísku TTK-réttum eða Tekið Til í Kæli. Það er tilvalið að japla á henni þegar það blásir hressilega úti, eins og nú, og enn betra að japla á henni þegar fer að kólna verulega. Svo er hún kveflosandi og meira til.. eintóm gleði bara!

___

Matsaman-kartöflusúpa f. 3-4

1/2 stór sæt kartafla

3-4 kartöflur

2 hvítlauksrif

3 cm bútur af fersku engifer

3 msk smurostur (ég notaði léttost með skinku)

4-5 bollar vatn

2 tsk matsaman-karrýmauk

1 teningur af lambakrafti

1 dós kjúklingabaunir

___

Kartöflurnar skornar í litla teninga og þeim skellt í pott með smá olíu og söxuðu engifer og hvítlauk. Steikt í 3-4 mín. Kjúklingabaunum bætt útí ásamt vatni, matsamankarrý og krafti og látið malla þar til kartöflurnar og baunirnar eru soðnar. Bæta þá smurosti útí og jafnvel smá kóríander (ég átti til þurrkað sem dugði vel!). Leyfa súpunni að rjúka smá áður en hún er borin fram með brauði eða kreppubrauði eins og hjá okkur stöllum í kvöld, þ.e. hrökkbrauði 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: