Gráðostapasta með perum og valhnetum

Published 1 september, 2009 by fanney

Er stödd í sveitasælunni í Skagafirði. Hérna er unaðslegt að vera!

Í kvöld eldaði ég mér góðan pastarétt sem Þórhildur Ólafsdóttir stórvinkona mín eldaði nokkrum sinnum fyrir mig hér í denn. Frábært kombó sem klikkar aldrei!

___

Gráðostapasta með perum og valhnetum

f. 2-3

1 gráostur eða gullgráðostur

3-4 dl mjólk

1/2 lambateningur

1 pera

2 lúkur valhnetur

pasta (má nota hvað sem er, ég notaði t.d. elgpasta úr Ikea í kvöld!)

___

Sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum í söltu vatni. Skutla mjólk, osti og tening í pott og hita við vægan hita. Það er gott að pipra sósuna duglega 🙂 Ef þið viljið þykkari sósu má setja sósujafnara útí eða leyfa henni að sjóða þar til hún þykknar. Peran er svo skorin í litla bita og sett útí sósuna, ef hún er mjög hörð er gott að leyfa henni að hitna í sósunni í 10 mín eða svo, annars bara hita hana upp. Þegar allt er tilbúið, þ.e. sósan og pastað, er þessu blandað saman og valhneturnar muldar yfir gróft. Borðað með góðu brauði og ísköldu hvítvínsglasi – eða sveitavatni! Gerist ekki einfaldara!

Auglýsingar

3 comments on “Gráðostapasta með perum og valhnetum

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: