Rjóma-Tikkafiskur

Published 14 ágúst, 2009 by fanney

Hérna kemur einn afskaplega auðveldur og svakalega góður! Uppskriftin er dáldið stór þar sem hún varð til þegar ég eldaði í vinnunni, en það má hæglega minnka hana um helming.

___

Rjóma-Tikkafiskur

f. 8-10

10-12 flök smáýsa, skorin í bita  (eða annar fiskur)

1 krukka Tikka masala sósa

1/2 askja rjómaostur (200 gr)

1 dós kókosmjólk

1/2 kúrbítur

6-8 stórir sveppir

2 laukar

2 paprikur, græn og rauð

2 lúkur ferskt spínat, eða sambærilegt magn af frosnu

2 lúkur frosið grænmeti

2 lúkur frosnar strengjabaunir

1 lítil dós ananas + safinn

1/4 hvítkál

salt og sítrónupipar

cayenne pipar ef vill

sósujafnari

___

Tikka masala, kókosmjólk, rjómaosti og ananassafa blandað í potti og hitað þar til osturinn er bráðinn. Hleypt suðunni upp, þykkt með sósujafnara og kryddað með cayenne ef vill. Ananasinn skorinn í litla bita og settur útí sósuna.

Grænmetið (nema spínatið) skorið í tæplega munnbita og steikt á pönnu, kryddað með salti og sítrónupipar.

Fiskurinn er settur í botninn á eldföstu fati, kryddaður með sítrónupipar og grænmetinu dreift yfir. Spínatið rifið gróft þar ofaná og síðast sósan. Þegar sósan er komin í fatið er gott að pota smá niður í grænmetið svo sósan komist niður að fiski svo hún nái að krydda hann.

Þetta er svo bakað í ofni við 190°C í ca 20 mín. Borið fram með hýðishrísgrjónum eða brúnum grjónum sem soðin eru með karrýskvettu og dassi af cayenne 🙂 Til hátíðabrigða er líka gott að setja saxað kóríander útí grjónin þegar þau eru tilbúin.

Auglýsingar

3 comments on “Rjóma-Tikkafiskur

 • úhh.. hljómar vel! Ég var að enda við að slafra í mig Soba núðlum skv uppskrift frá þér hérna fyrir nokkru… rosa góðar! Átti reyndar ekki mirin og notaði hrísgrjónaedik í staðinn og ogguponsumeiri sykur. Svo átti ég líka bara green tea soba núðlur, en þetta bragðaðist svona líka rosa vel:) rosa fínn einsmanns fljótheitakvöldmatur!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: