Tilraun með panna cotta

Published 5 ágúst, 2009 by fanney

Mamma mín gerir stundum Creme bruleé með rabbabaramauki neðst í forminu. Ég hef enn ekki verið svo lánsöm að smakka það, en þeir sem það hafa gert stynja af ánægju. Mig langaði að prófa þetta með panna cotta sem ég geri gjarnan þegar ég fæ fólk í mat. Afraksturinn varð kryddað rabbabaramauk sem fór í botninn á bruleé formunum og panna cotta fór svo ofaná. Var sérdeilis góður eftirréttur 🙂

___

Kryddað rabbabaramauk í Panna cotta

Í 4 form (eina uppskrift) þarf:

300 gr rabbabara, smátt saxaðan,

150 gr sykur,

2 tsk kanil,

1/2 tsk svartan pipar

2 cm bút af ferskum engifer, rifnum

___

Allt sett í pott og soðið í ca 10-15 mín eða þar til rabbabarinn er orðinn mjúkur og karmellaseraður.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: