Fiskisúpa með basil og kókos

Published 5 ágúst, 2009 by fanney

Þessi súpa var aðalréttur í matarboði hérna heima í Ólafsvíkinni í kvöld. Í forrétt var sushi, bæði með guðdómlegum laxi og með engifersojamarineruðum kjúkling. Eftirrétturinn var svo smá test, panna cotta með rabbabaramauki, krydduðu með engifer, svörtum pipar og kanil. Obbo gott. En súpan sló líka í gegn svo ég ætla að reyna rifja upp hvað fór ofan í pottinn góða… Listinn virðist ægilega erfiður (og langur) en flest af þessu er til í venjulegum eldhússkáp.

___

Fiskisúpa með basil og kókos

f. 8-10

2 laukar, fínt saxaðir

5 gulrætur, skornar í litla teninga

6 hvítlauksrif, fínt söxuð eða rifin niður

2 dósir niðursoðnir tómatar

1 grænmetisteningur

1 nautateningur

1 msk chilliduft (eða meira eftir smekk)

1 msk kóríanderduft

ferskt engifer, ca þumalputtastærð, rifinn eða fínt saxað

1 dós niðursoðnar ferskjur

2 msk karrýduft

salt og pipar

2 tsk múskat (eða 1 tsk ferskt)

1 væn lúka fersk basilíka, skorin í julienne (fína strimla; gott að stafla saman laufunum og rúlla þeim upp langsum, saxa svo fínt yfir)

2 msk graslaukur (ég notaði þurrkaðan)

1 dós kókosmjólk

1/2 rófa, helst glæný, skorin í pínulitla teninga (fyrst í þunnar sneiðar, svo í strimla og svo strimlarnir í teninga 🙂 )

ca 1 l af vatni

fiskur að eigin vali, magn eftir smekk (ég notaði tæplega heilt stórt flak af laxi og svipað af skötusel)

___

Ég byrjaði á því að steikja í smá ólífuolíu laukinn og gulræturnar, reif svo hvítlauk og engifer þar útí sem og tómatdósirnar og  ca 3-4 dósir af vatni. Bætti við teningum og þurra kryddinu (múskat, salt og pipar, kóríander, graslauk, karrý og chilli) og safanum af ferskjunum. Þetta er látið malla eins lengi og menn vilja, mín fékk að smámalla í 6 klst, en hálftími gerir fínt gagn. Hafa basilíkuna og rófurnar tilbúnar og ferskjurnar í ágætum bitum sem og fiskinn. Bæta útí kókosmjólkinni og 5 mínútum fyrir framreiðslu er rófunum skellt útí. Rétt áður en potturinn er borinn fram er fisknum, ferskjunum og basilíkunni skellt útí, hrært tvo, þrjá hringi, og súpan er tilbúin!

Með súpunni hafði ég einfalt fléttubrauð með sjávarsalti og villtum kryddjurtum.

Auglýsingar

2 comments on “Fiskisúpa með basil og kókos

 • Hallo “ Felagsradgjafi“..Eg Goggladi fiskisupuna thina og baud vinkonum appa hana i hitting fyrir stuttu,, vildi bara segja ther ad hun tokst frabaerlega,, eg reyndar gerdi smabreytingu og bjo til mitt eigid fiskisod og einnig setti eg fiskinn bara hraann a diskinn ( sem eg var buin ad hita i ofni adur. t.h. e.a s diskinn) og setti sidan supuna rjukandi yfir…naest thegar eg geri fyskisupu aetla eg ad profa ad hafa ferskt mango i stad nidursodnu ferskjunum..
  En takk fyrir ad deila med okkur hinum frabaerri uppskrift bjargadi alveg hittingnum med vinkonunum…
  Kaer kvedja
  Sigurveig

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: