Indversk kjúklingasúpa

Published 28 júlí, 2009 by fanney

Þessa súpu gerði Birna vinkona þegar hún og Ásta komu að heimsækja mig. Ég mallaði hana núna í kvöld fyrir foreldrana, en ég er um þessar mundir stödd í Ólafsvíkinni í sumarfríi. Þar sem kuldakast svífur yfir landinu var tilvalið að ylja sér á smá súpusopa.

Súpan er súpereinföld og sjúklega góð. Þar sem hún er svo þæginleg í gerð er gaman að skella í heimabökuð naan-brauð, en búðarkeypt naan duga alveg 🙂 Uppskriftin er svoldið stór en það er dásamlegt að hita hana upp eða taka með í nesti. Takk fyrir uppskriftina Birna mín – og verði ykkur hinum að góðu!

___

Indversk kjúklingasúpa f. 5-6

1 laukur smátt saxaður
1 dós Patakas Tikka Masala sósa
1 dós af hökkuðum tómötum
1 lítil dós tómatpuré (ég sleppti henni og það var í lagi)
4-6 hvítlauksrif, smátt skorin eða pressuð
5 dl Kjúklingasoð (vatn+teningur)
stóran rjóma – eða matreiðslurjóma (ég sleppti því)

Þetta er sett í pottinn og látið malla í ca. 10 mín.

1 dós ferskjur. Ferskjur skornar niður og þær settar til hliðar en safanum hellt í súpuna. Látið malla í aðrar 10 mín.

3-4 Kjúklingabringur skornar smátt, steiktar á pönnu og bætt útí ásamt ferskjunum og súpan er tilbúin!

Ég prófaði að baka naan-brauð af uppskriftasíðunni eldhús.is og þau urðu afbragðsgóð. Ég bræddi smjör, kryddaði svo með pipar, hvítlaukssalti, kóríander karrýdufti og penslaði helminginn af brauðinu þegar það kom úr ofninum. Dásamlegt!

Auglýsingar

3 comments on “Indversk kjúklingasúpa

 • ohhh ég elska bloggin þín, og þig reyndar líka:) hlakka voðalega til að prófa þetta:) hlakka líka helling til þegar þú kemur til akureyrar aftur. njótt þess að vera í fríi ljúfan mín. knús í hús

 • Hæ skvís
  Ég prufaði þessa súpu og omg hvað hún var góð… Nú þarf ég bara að fara að prufa fleira hérna hjá þér, held að jarðaberjakakan sem ég sá hérna neðar sé næst á dagskrá 🙂 takk fyrir mig

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: