Rabbabaramöffins

Published 3 júlí, 2009 by fanney

Hugmyndina fékk ég á bloggsíðu Nönnu Rögnvaldar. Ég prófaði uppskriftina hennar, nema notaði heilhveiti í staðinn. Mér fannst kökurnar ekki nógu sætar (surprise, surprise!) svo ég gerði aðra tilraun og sú uppskrift hentaði mér einstaklega vel. Skelli henni því hérna inn og skora á ykkur að prófa! Þetta er geggjað gott!!!

___

Rabbabaramöffins

3 b heilhveiti

2 b sykur

200 gr brætt smjörlíki

3 egg

1/2 tsk natron

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk kanill

smá salt

1 dós jógúrt, eða samsvarandi magn af súrmjólk, ab-mjólk, grískri jógúrt…

400 gr rabbabari

___

Byrjið á því að taka hýðið utan af rabbabaranum, skera hann til helminga langsum (og svo aftur til helminga langsum ef rabbabarinn er mjög þykkur) og saxið svo smátt niður. Bitarnir hjá mér voru ca helmingur af litlum siríus súkkulaðibita. Þvínæst er öllum þurrefnunum blandað saman, svo vökvanum og síðast rabbabaranum. Ef deigið er mjög þykkt má þynna með mjólk, ef það er mjög þunnt bætið örlitlu heilhveiti við. Látið standa í 2-3 mínútur og búið svo til möffins. Auðveldast er að eiga ískúluskeið með „losara“ og skúbba beint í möffinsform í möffinsmóti – já eða bara beint í möffinsmótið. Bakað við 180-200°C í 15-20 mín.

Ég prófaði líka að strá smá kanilsykri yfir kökurnar áður en þær fóru í ofninn og það var æðislegt!

Auglýsingar

2 comments on “Rabbabaramöffins

 • já og það er sko alveg satt hjá honum! ég hef ekki getað hætt að hugsa um þetta og fór næstum því að gráta þegar ég komst að því að mamma var búinn að taka upp allan rabbabarann hjá þeim og sulta, og því svolítil bið. En er búin að ég held að finna rabbabara sem ég fæ í vikunni, og þá verður þetta sko bakað í massavís og etið!! ójá. sjúklega gott!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: