Rabbabarasulta með engifer

Published 25 júní, 2009 by fanney

Eitthvað þarf nú að nýta rabbabarann í sem hún amma kom með að vestan. Ég skellti því í sultu í dag og setti haug af engifer með sem ég átti í ísskápnum. Eðalblanda alveg hreint!

___

Rabbabarasulta með engifer

1 kg rabbabari

650 gr sykur (gjarnan blanda af púðursykri og hvítum)

6-8 msk ferskt engifer, fínt saxað (ég notaði bút sem samsvaraði höndinni minni)

3 msk lime/sítrónusafi

___

Rabbabarinn saxaður niður frekar fínt. Allt sett í pott og látið malla í amk klukkutíma, eða þar til sultan hefur náð þeirri þykkt sem þið óskið eftir. Hellt í hreinar krukkur og etið með góðri lyst með hverju sem er. Á klárlega eftir að prófa þessa í hjónabandssæluna!

Auglýsingar

2 comments on “Rabbabarasulta með engifer

 • Bíddu nú við… var ég sjálf að kommenta á sjálfa mig? Furðurlegt.. minnist þess ekki!
  En annars hef ég notað hrásykur með góðum árangri.
  Furðulegt samt… hver er þetta?

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: