Rabbabaratímabilið hafið!

Published 22 júní, 2009 by fanney

Ég er svo heppin. Amma og mamma komu í heimsókn síðastliðinn fimmtudag og með í för voru tæp 10 kg af rabbabara úr Norður-Bár – eins og hann gerist bestur! Amma stóð svo sveitt við skurðarbrettið allan föstudaginn og hreinsaði og saxaði kvikindin niður. Nú á ég því marga marga poka af niðurskornum rabbabara sem bíður eftir því að fá að vera notaður í margskonar girnilegar uppskriftir. Meðal þess sem ég ætla að prófa er rabbabaraís, möffins með rabbabara, rabbabarasulta með engifer og hindberjum og nýjar útfærslur af rabbabarapæjum (eða skvísum).

Lumið þið á einhverri ómissandi og æsispennandi rabbabarauppskrift? Eða einhverri gamalli og góðri sem klikkar aldrei? Eða kannski góða rabbabarasögu? Endilega deilið með mér, ég er rabbabarauppskriftaþyrst!!

Auglýsingar

6 comments on “Rabbabaratímabilið hafið!

 • Besta rabbabaradót sem ég hef smakkað er baka sem var í Gestgjafanum fyrir einhverjum árum. Undirlagið er rabbabari, kókos og alveg ógeðslega mikið af sykri og svo var marens ofan á. Nammi namm. Ég man samt ekki nákvæmlega uppskriftina.

 • heima hjá mér var stundum rabbarbarabaka, á nú uppskriftina einhversstaðar, en það var rabbi neðst og svo hrærði maður púðursykur, smjör og egg og kannski eitthvað fleira, og setti yfir. jammi gott.

 • Já akkúrat… pæjið hennar múttu er svipað nema þá drissar maður hveiti og smá sykri á rabbabarann og „cótar“ vel, býr svo til deig ofan á það. Saaaajúklega gott… spurning um að pósta því hérna… hmmm.

 • ohh Fanney, ég er búin að lesa svo oft yfir bloggið þitt og á facebook um rabbabarann að ég vaknaði í nótt og mig langaði svo sjúúúúúúklega í rabbabara, bara með sykri, ferskan, eða rabbabara pie! eftir að hafa legið andvaka í rúman hálftíma og hugsa um rabbabara, var ég virkilega farin að hugsa um það hvort ég ætti að hringja í þig og fá að koma til þín og fá nokkra bita, eeeen svo kunni ég ekki alveg við það… Sofnaði svo nokkru seinna, staðráðin í að fara til mömmu um leið og ég vaknaði og ath hvort það væri ekki e-ð til í garðinum:)

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: