Sítrónukrem

Published 21 maí, 2009 by fanney

Þessa uppskrift fékk sá ég á matarblogginu hennar Beggu sem ég skoða mjög reglulega. Ég er búin að gera þetta nokkrum sinnum og það virðist bara verða betra með hverju skiptinu sem ég geri það. Fyrst þeytti ég of mikið þegar ég var að bíða eftir því að kremið þykknaði og það varð voða flöffí – en svo fór allt loftið úr því þegar það kólnaði. Smakkaðist afbragðsvel, en lúkkaði ekki alveg eins vel. Ég hef síðan þá pískað eggin útí og ca 2 mín eftir að allt er komið í pottinn og notað svo sleif eða sleikju til að hræra rólega í meðan kremið þykknar. Ekki er svo verra að eiga frábæran „zester“, þ.e. græju til að taka sítrónubörkinn af, en hana fékk ég í Byggt og búið í Kringlunni. Sjá hér.

Þetta krem er frábært ofan á ristað brauð, kex, með ostum, útí jógúrt og jafnvel hef ég smakkað það með súkkulaðiköku og rjóma sem var frábært! Yndislega ferskt og sumarlegt!

Það er ekki hægt að setja beinan tengil inná uppskriftina svo ég skrifa þetta hérna inn og vona að hún verði ekki svakalega reið 🙂

Upplýsingar um sítrónukrem (lemon curd)

___

Sítrónukrem

3 sítrónur, börkur og safi

1,5 dl sykur

50 gr smjör

2 msk maizena mjöl

2 heil egg

2 eggjarauður

___

Blanda saman í potti berki af öllum sítrónunum, safanum úr tveimur þeirra, sykri og smjöri. Hita þar til sykurinn leysist upp. Meðan þetta er að hitna blandar maður saman maizena mjöli og safanum úr síðustu sítrónunni í lítilli skál og eggjunum og eggjarauðunum í annarri skál. Þegar sykurinn er uppleystur er blandan síuð/sigtuð og sett aftur í pottinn og maizenablöndunni hrært saman við. Setja helluna á lægsta styrk, bæta pínu af eggjunum saman við, píska vel svo ekki verði úr hrærð egg. Smátt og smátt bætir maður svo meira af eggjablöndunni saman við, pískar vel og passar að blandan verði ekki of heit. Ég tek pottinn af hellunni öðru hverju, píska, set aftur á helluna og svo koll af kolli. Þegar öll eggin eru komin í pottinn finnst mér best að halda áfram að hræra með sleikju svo ekki myndist of mikið loft. Taka pottinn af hellunni við og við og hræra hræra hræra! Blandan þykknar, verður eins og jógúrt, og þá má setja hana í krukkur og kæla. Blandan stífnar svo meira þegar hún kólnar. Þetta magn er ca í 2 miðlungs stórar krukkur. Geymist í viku, eða rétt rúmlega það.

Auglýsingar

One comment on “Sítrónukrem

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: