Hunangsbrauð/Unaðsbrauð

Published 19 maí, 2009 by fanney

Þessi uppskrift kemur frá mömmu vinar míns, sem fékk hana í Húsfreyjunni, sem fékk hana… jaa, ekki viss. Þetta brauð er algjör unaður og það má fikra sig áfram með mismunandi áherslur í því. T.d. nota aðrar hnetur en möndlur, bæta kryddi útí (kanil, engifer, sítrónu…) eða hvaðeina. Ég hef reyndar aldrei notað karamellusúrmjólk, nota AB-mjólk, jógúrt eða sýrðan rjóma í staðinn. Ég hef svo sleppt púðursykrinum og þá frekar bætt við einum þroskuðum banana í viðbót.

___

Hunangsbrauð

7 dl hveiti

4 tsk lyftiduft

1 tsk natron

1/2 tsk salt

2 msk púðursykur (hægt að sleppa)

4 msk byggmjöl (ég hef notað spelt, heilhveiti og hveitiklíð, allt með góðum árangri)

2 dl hakkaðar möndlur

3-4 maukaðir bananar

1 dl vatn

2 dl karamellusúrmjólk

1 lítil kotasæla

4 msk fljótandi hunang + meira ofaná

___

Bananarnir eru maukaðir í matvinnsluvél ásamt 1 dl af vatni. Ég hef nú reyndar bara sett þá í hrærivélina með þeytarann á ef þetta eru vel þroskaðir bananar. Síðan er öllu bara skutlað í skálina og hrært saman með k-inu, eða með sleif í höndunum. Verður eins og hafragrautur, ég hef stundum bætt við smávegis af vatni ef ég er að nota grísku jógúrtina því þá verður deigið heldur þykkt. Þið finnið bara hvort þið þurfið meiri vökva eða ekki. Þetta passar svo í tvö formkökuform – muna að smyrja. Hunangi svo drissað yfir deigið (ég hef líka stráð kókosmjöli ofaná sem er namminamm) og bakað við 180°C í 45-50 mínútur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: