Þriðjudagsfæði

Published 19 maí, 2009 by fanney

Í fyrra kom Hjalti matarvinur minn með meiru með þá stórgóðu hugmynd að ég myndi taka mynd af því sem ég borðaði öll þriðjudagskvöld. Frábær hugmynd! Ég veit reyndar ekki hversu reglulega ég set inn slíkar færslur þar sem ég er afspyrnu gleymin, en vel þess virði að reyna. Sumsé, hérna hefst nýr liður sem heitir Þriðjudagsfæði. Engin mynd í kvöld reyndar…

Þriðjudagsfæði 19. maí 2009

Algjört snarlkvöld, enda á leið í frænkuhitting til Dagnýjar frænku 🙂
Avókadó með ólífuolíu, salti og pipar – borðað með skeið og unaðs-stunum (þessi sem eru lítil og hrukkótt og koma í netum eru geggjuð og nánast alltaf þroskuð! Fást m.a. í Bónus)
Hunangsbrauð Ódu með osti – geggjað brauð frá mömmu vinar míns (hún fékk svo uppskriftina í Húsfreyjunni minnir mig). Jafnvel að ég setji uppskriftina hingað inn, enda fanta gott brauð!
Soðið egg með grænmetissalti – klassískt en alltaf voða gott
Heilsusafi frá Floridana – Vanabyggðargengið lifir nánast á þessu svo ég varð að prófa. Svakalega góður safi með hressilegu gulrótarbragði.

Hvað borðaðir þú í kvöld?

Auglýsingar

5 comments on “Þriðjudagsfæði

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: