Sex on a plate

Published 17 maí, 2009 by fanney

Þetta er ekki dónaleg færsla svo þið pervertarnir sem hélduð það getið hætt að lesa núna 🙂

Ég fann á einhverju vafri mínu um matarkima vefsins uppskrift frá Jamie Oliver að súkkulaðiköku sem hann kallar Mega chocolate fudge cake. Þessa dásemd bakaði ég svo fyrir fagrar félagsráðgjafameyjar og einn sjúkraþjálfara. Kakan er bókstaflega Sex on a plate og því hefur hún sjaldan verið kölluð annað en það, nú eða Kynlíf í eldföstu fati á því ástkæra ylhýra. Kökuna hef ég gert allnokkrum sinnum og ætíð fær hún það lof sem hún á skilið. Kæru vinir, þið verðið alls ekki svikin af þessari uppskrift. I dare you to try!

____

Sex on a plate

200 gr dökkt súkkulaði, brotið í bita

174 gr smjör

120 gr púðursykur

1 msk gott kakó

1/2 tsk salt

___

Þetta er allt sett í matvinnsluvél og unnið þar til súkkulaðið er vel blandað. Þá er 4 eggjum bætt útí, einu í einu, og blandað vel á milli. 

150 gr hveiti og 1 tsk lyftiduft blandað saman og sett smám saman útí blönduna og blandað vel. 

Smyrja eldfast mót og drissa 1 msk kakó í botninn, hrista fatið svo kakóið dreifist og setja deigið svo í mótið. Brjótið svo 100 gr í viðbót af súkkulaði og potið því á við og dreif í deigið. 

Þessi sæla er bökuð í ca þrjú korter á 160°C. Eins og ég segi, Sex on a plate!

Auglýsingar

2 comments on “Sex on a plate

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: