Papriku- og chillisulta

Published 17 maí, 2009 by fanney

Gömul og góð uppskrift frá Ellu Rósu frænku. Þessa hef ég margsinnis gert og prófað að stílfæra með rifnu engifer, svörtum pipar oþh. Ella nágranni hefur svo prófa að nota balsamedik í stað venujlegs ediks og það bragðast víst ljómandi. Ég á ennþá eftir að prófa það 🙂

Sultuna má nota á ýmsan hátt. T.d. með ostum, ofan á ristað brauð, útí sýrðan rjóma til að búa til kalda sósu, útá fisk eða kjúkling eða hvað sem er!

___

Papriku- og chillisulta

3 rauðar paprikur

1-2 tsk chillimauk, eða eftir smekk

2,5 bollar sykur

2 bollar edik

1/2 pk Pektín rautt

___

Skera paprikuna niður (eða mixa í matvinnsluvél). Allt sett í pott, nema pektínið, og soðið í 10 mín. Ég nota töfrasprotann á sultuna og mixa hana vel. Það er smekksatriði hversu fín/gróf sultan á að vera. Eftir 10 mín suðu er pektíni hrært vel saman við og soðið í 1 mín í viðbót. Tilbúið!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: