Mexíkanskt kjúklingalasagna

Published 17 maí, 2009 by fanney

Þessi réttur er fullkominn þegar maður hittir vinina og vill vera sem minnst í eldhúsinu. Hann er ofurauðveldur, hægt að gera hann áður og klikkar aldrei! Ég smakkaði þetta fyrst þegar Gauji hennar Dagnýjar eldaði fyrir okkur í einhverri verkefnatörninni í Háskólanum. Síðan þá hef ég verið in love. Af réttinum sko. Hann hefur þó, líkt og margt annað sem ratar í mínar hendur, tekið breytingum enda tilvalinn til þess þar sem hægt er að setja nánast hvað sem er í hann. Jæja, nóg af hjali, upp með pottinn!

___

Mexíkanskt kjúklingalasagna

3-4 kjúklingabringur

1 rauðlaukur

1 paprika

2 hvítlauksrif

ca 2 krukkur salsa sósa

ca 150 gr rjómaostur

mexíkönsk kryddblanda eða taco krydd

tortilla-kökur

rifinn ostur

___

Bringurnar skornar í munnbitsstóra bita og steiktar á pönnu. Kryddað með kryddblöndu eða taco kryddi. Sett til hliðar. Paprika og laukur (og það grænmeti sem vill) steikt á pönnunni og hvítlauknum svo bætt útá og steiktur með í 2 mín. Stór pottur tekinn fram og salsa sósan og rjómaosturinn hitað þar til samblandað. Þá er kjúllanum og grænmetinu blandað útí.

Lasagnað er svo sett saman úr þessu jukki og tortillakökum til skiptis og endað á osti. Bakað í ofni í ca 10 mín eða þar til osturinn er girnó.

Best finnst mér að bera þennan rétt fram með hrísgrjónum sem ég hef blandað saman við maísbaunir og ferskt kóríander. Nauðsynlegt er að hafa nachos-snakk með og salsa sósu, sýrðan rjóma og guacamole. Hversu auðvelt er þetta?

Auglýsingar

2 comments on “Mexíkanskt kjúklingalasagna

 • Ég prófaði þennan um síðustu helgi og o my god, einfallt og hrikalga gott:-) ég á pottþétt eftir að gera þennan aftur mjög fljótlega…..NAmm

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: