Jarðaberjahráfæðisterta

Published 17 maí, 2009 by fanney

Þessi er svaka góð! Valla fékk þessa uppskrift hjá samstarfskonu sinni og við gerðum hana þegar við vorum með stelpuboðið Rautt í hári og á vörum. Ekki láta langan lista fæla ykkur frá, þetta er mjög auðvelt og afraksturinn verður svakalega góð terta – í hollari kantinum 🙂 Ekki slæmt það!

___

Jarðaberjaterta með súkkulaði

Botninn:

2,5 dl sesamfræ

125 gr kókosflögur (við notuðum kókosmjöl)

330 gr döðlur

smá salt og cayenne pipar

___

Leggja döðlur í bleyti í volgt vatn í 10 mín, hella svo vatninu af. Setja sesamfræ og kókos í matvinnsluvél og mala fínt. Bæta þá öllu hinu saman við og blanda vel. Sett í eldfast mót eða hringlaga form sem er um 23 cm í þvermál. Þjappa botninum vel niður og kæla/frysta.

___

Fylling:

4 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst

1,5 dl agave sýróp

1,5 dl kókosolía, hituð þar til hún verður rennandi

2 tsk vanilla

smá salt

400 frosin jarðaber

___

Blanda saman hnetum og agavesýrópi í matvinnsluvél þar til orðið mjúkt. Bæta þá öllu hinu útí  og blanda vel. Setja ofan á botninn og geyma í kæli í klukkutíma áður en súkkulaðið er sett ofaná.

___

Súkkulaðikrem ofaná:

1 dl kakóduft

1/2 dl agavesýróp

1 dl kókosolía

___

Blanda sýrópi og olíu saman og sigta kakóduftið útí. Hella yfir kökuna og jafnvel skreyta með berjum, hnetum eða hvaðeina.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: