Hrökkbrauð

Published 17 maí, 2009 by fanney

Ég hef aðeins verið að fikta við að baka hrökkbrauð. Prófaði m.a. gerlaust hrökkbrauð sem var í Gestgjafanum um daginn. Það varð ekki nógu gott fannst mér. Ég fékk grunninn að þessari uppskrift frá mömmu hennar Ellu nágranna. Smávægilegar breytingar voru gerðar og er ég afskaplega ánægð með árangurinn. Þetta kex má líka skera í frekar litla bita og nota með ostum eða sem snakk. Nammi namm!

____

Hrökkbrauð

4 dl fræblanda (t.d. sólblóma, graskers, sesam og hör og/eða smá furuhnetur)

3 dl spelt
2 dl vatn
1 dl matarolía
1,5 tsk salt
1 tsk lyftiduft
smá rifinn ostur ofan á

Krydd að vild:
t.d. 2 tsk garam masala,
0,5-1 tsk cayanne pipar og
2 msk nigella fræ (svört laukfræ)

eða:

1 tsk cayanne,
2 msk svört sesamfræ og
1 msk rósmarín


Blanda öllum þurrefnunum saman. Blanda svo olíu og vatni saman og hræra með sleikju. Skella deiginu á bökunarpappírsklædda ofnplötu og dreifa vel úr. Gott að setja olíu á hendurnar og þjappa niður eins og pítsabotn. Nota pítsahjól til að skera deigið í þá stærð sem kexið á að vera í. Dreifa smá rifnum osti yfir og baka í 25-30 mín við 180°C, eða þar til það er þornað. Skella á grind og leyfa kexinu að kólna. Þá brotnar það vel í æskilega bita.

Það má nota hvaða fræ sem er, blanda saman eða nota bara eina tegund. Það má líka setja hvaða krydd sem er. Þau geymast í nokkrar vikur í íláti, betra að hafa það ekki alveg lokað því þá mýkjast kexin.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: