Heimagerð jógúrt

Published 24 apríl, 2009 by fanney

Ella nágranni er búin að vera í tilraunastarfsemi með heimagerða jógúrt. Að sjálfsögðu varð ég líka að prófa og gekk það afskaplega vel. Jógúrtin varð undurgóð og tilvalið að eiga í ísskápnum eins og eina dollu af þessari snilld.

____

Heimagerð jógúrt

1 líter mjólk

2 msk jógúrt, gríska jógúrtin gefur þykkari og betri árangur

___

Mjólkin sett í pott og hituð að suðu, eða þar til litlar loftbólur myndast við barmana og það rýkur úr henni. Hræra reglulega í svo hún brenni ekki við. Skella hitamæli í pottinn og leyfa mjólkinni að kólna niður í 46°C. (Venjulegur kjöthitamælir dugar mjög vel, slíkan má m.a. fá í Tiger á 400 kédl.) Ca 1 ausa eða svo af mjólkinni er sett í aðra skál og 2 msk jógúrt hrært vel þar saman við. Þessu er svo skutlað í pottinn og hrært vel saman. Þæginlegast er að skella blöndunni í hitabrúsa og geyma í 9 klst eða yfir nótt. Einnig má stilla ofninn á 46°C og geyma þetta þar í eins langan tíma. Að morgni næsta dags (eða eftir 9 klst) er jógúrtinni hellt í skál eða dollu og geymd í ísskáp. Geymist í rúma viku og þá er tilvalið að nota restina í að gera annan skammt 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: