Skúffukaka

Published 18 febrúar, 2009 by fanney

Ég er fyrir löngu búin að lofa þessari uppskrift hingað, sorrí Sandra mín 🙂

Upprunalega uppskriftin er frá mömmu minni, en ég er aðeins búin að breyta henni.

___

Heilhveitiskúffukaka

6 dl heilhveiti

2 dl sykur

2 egg

3 tsk lyftiduft (helst vínsteins, kemur ekki aukabragð af því)

1 tsk natron

100 gr smjör (eða smjörlíki), brætt

3 msk gott kakó

dass vanilludropar

ca 0.5 l létt AB-mjólk

___

Blanda öllum þurrefnunum vel saman. Bæta bræddu smjörinu útí sem og eggjum og að lokum vanilludropum og létt AB-mjólkinni. Ég mæli nú aldrei hversu mikið þarf, deigið þarf bara að vera auðsmyrjanlegt í skúffuna. Kannski eins og mitt á milli jógúrts og skyrs. Þessi uppskrift gefur örlítið hollari skúffuköku, en líka afskaplega djúsí, þar sem AB-mjólkin gerir kraftaverk 🙂 Aftur á móti núllast hollustan út þegar kremið er komið ofaná, en það er allt í lagi. Þetta er svo gott fyrir sálina okkar!

Auglýsingar

4 comments on “Skúffukaka

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: