Kryddaðar brauðbollur

Published 14 janúar, 2009 by fanney

Ég skellti í brauðbollur í kvöld og þær heppnuðust líka svona æðislega. Fékk uppskriftina héðan en breytti henni aðeins. Vesgú.

___

Kryddaðar brauðbollur

7 dl hveiti

1/2 dl olía

3 dl mjólk

12 gr þurrger (1 pk)

1 laukur, saxaður fínt og svissaður á pönnu

2 tsk cayenne pipar

1 tsk salt

1/2 msk agave sýróp (eða 1 msk sykur)

1 msk cummin (ekki kúmen!)

súrmjólk og sesamfræ ofaná

___

Hita mjólkina þar til ylvolg, bæta sýrópi útí sem og þurrgerinu og leyfa þessu að bubbla í ca 10-15 mín. Á meðan er laukurinn svissaður á pönnu og kældur niður. Þurrefnum blandað saman í skál og svo bætt útí gerblönduna smátt og smátt. Hnoðað í hrærivél þar til deigið fer að ná saman, bæta þá lauk og sólþurrkuðum tómötum og hnoða í 3-4 mín. Breiða rakan dúk yfir og leyfa deiginu að hefast í amk 30 mín. Berja loftið úr deiginu og móta 10-15 bollur, raða á plötu og leyfa þeim að hefast í ca 30-40 mín. Pensla með súrmjólk og strá sesamfræjum yfir. Baka við 200°C í 15-20 mínútur.


Auglýsingar

One comment on “Kryddaðar brauðbollur

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: