Ódýr kreppa

Published 13 janúar, 2009 by fanney

Ég hef gaman af því að labba í gegnum „draslbúðir“ eins og sumir vilja kalla þær. Á ég þá við búðir eins og Europris, Söstrene Grene og Tiger. Þegar ég hafði lokið við að versla mér skeini, námsmannanúðlur og ljósaperu rölti ég einmitt í gegnum þá síðastnefndu eins og ég geri svo oft. Get ég tekið mér ansi góðan tíma við að skoða allt „draslið“ sem til er og oftar en ekki sé ég eitthvað bráðsniðugt eins og forláta eggið sem maður setur í pott með venjulegum eggjum. Þetta tiltekna egg gefur svo til kynna með litum hversu mikið hin venjulegu egg eru soðin. Mjög nytsamlegt fyrir konu eins og mig sem getur ekki tekið tíma á hlutunum.

Allavegana. Á rölti mínu í gegnum Tiger í dag heyrði ég í tveimur ungum strákum, kannski 8-10 ára gömlum. Þeir voru mikið að spá í dót eins og hauskúpupottaleppa, syngjandi snakkskál og marglitaða tyggjókúlusnaga. Ég fann engan 5.000 kall þarna, en skellti óvart uppúr þegar annar þeirra sagði: hey, kaupum þetta meðan kreppan er ódýr! og átti þá við tyggjókúlusnagana.

Já, ég vona að þessi kreppa verði ódýr. Ef ekki þá á ég fulla skápa og frystikistu af mat og get unað sæl. Í anda kreppunnar „elda“ ég mér nú námsmannanúðlur, en ég er einmitt svo heppin að finnast slíkur „matur“ góður. Hvað næringarinnihald varðar má liggja milli hluta.

Annars bara gleðilegt árið og takk fyrir það gamla!

Auglýsingar

2 comments on “Ódýr kreppa

 • Þetta egg hljómar nú ekki svo óvitlaust! Ég fór einmitt mína fyrstu ferð í Söstrene grene um daginn, ég hafði bara ekki tekið eftir henni fyrr – þess vegna hafði ég ekki farið hehe.

  Syngjandi snakkskál hljómar annars unaðslega. Hver vill ekki hafa slíkt við höndina þegar maður kemur sér vel fyrir í sófanum og ætlar að horfa á eins og eina bíómynd eða svo. Pant!

  Var ég búin að hitta þig á nýju ári? Allavega, þá vil ég bara óska þér gleðilegs nýs ár og takk kærlega fyrir allar liðnar stundir á liðnu ári, megi þær vera mun fleiri!

 • jóvóhó, metta, verðandi sambýliskona á ný? ég er greinilega ekki fyrst með fréttirnar!

  Gott annars að fá blogg frá þér, mín kæra, hef saknað þess ískyggilega mikið!!!:)

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: