Til Mettu

Published 3 desember, 2008 by fanney

Mettusinn var ekki alveg að fíla öll þessi uppskriftarblogg svo þessi færsla er tileinkuð litlu frænku minni sem nú situr sveitt (en þokkafull) við lestur lögfræðirita líkt og enginn sé morgundagurinn.

Á Akureyri er fullt af snjó. Fjallið opið með tilheyrandi ljósaflóði sem kveikir þránna í gömlu konunni. Leiðinlegast finnst mér frostið. Það er bara ekki kúl að hafa 10 stiga frost. Að skafa ísingu bæði innan og utan á rúðum Kermits er ekki góð skemmtun. Ætli það sé til hárþurrka til að stinga í samband í bíl? Til að bæta gráu ofan á svart gleymdi ég bæði rauðu dúnúlpunni minni og nýjum vettlingum frá ömmu heima í Ólafsvík. Eitthvað verður þó að gera í svona skítakulda svo það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim úr vinnu er að kveikja á bakaraofninum – nú eða einhverri hellu. Svo baka ég eins og ég eigi 15 börn og 4 eiginmenn, sulta fyrir allan 3. heiminn og geri konfekt sem nægir illahöldnum súkkulaðifíkli, þ.e. mér. Eftir slíkar eldglæringar í eldhúsinu er mér oftast farið að hlýna og ég get skundað í bólið. Þar bíður mín Snæfríður Íslandssól (tölvan mín) sem sýnir mér amerískar smákökustiklur þar til ég sofna. Já, það er sannarlega spennandi líf að vera Fanney Dóra! 🙂

Þegar fólk vinnur fast aðra hverja helgi, eins og ég, sem og tvo daga í viku eftir dagvinnuna, fer fólki að þykja ansi vænt um fríhelgar. Fólk reynir því… æji, geri þetta aðeins persónilegra: Ég reyni því að skipuleggja þær helgar vel og nota í skemmtilega hluti, hitta áhugavert fólk, skoða eitthvað furðulegt eða spila. Næsta helgi er t.d. fríhelgi sem ég hlakka einstaklega mikið til. Stefnir allt í yndislegt föstudagskvöld með bráðhuggulegum hjónum, rauðvínstári og (believe me) unaðslegum mat. Á sunnudaginn er svo hinn Árlegi laufabrauðsdagur í Gýpukotinu þar sem um hundrað kökur verða skornar, flettar og steiktar. Þá verður einnig málað á piparkökur og nýjar kökur sem ég var að baka og kallast sykurkökur. Samtals eru nú komnar 6 sortir í hús – og mig sárvantar kökudunka! Ég held að það sé ekki ráðlegt að ég fjárfesti í kvalítístríd til að fá dósina – ég hef ekki gott af öllum karamellunum. Ég nota því allt sem hendi er næst, eða svo gott sem.

Á morgun er stór dagur. Í dag bakaði ég nefnilega piparkökur í vinnunni, sem og piparkökuhús. Morgundagurinn fer svo í það að setja saman húsið, glerja í glugga með brjóstsykri, skreyta, setja ljós og hvaðeina sem fylgir slíkri aðgerð. Væri kannski ekkert svakalega mikið mál ef þetta væri venjulegt piparkökuhús, en ég ákvað að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ætla því að gera piparkökuhús sem er eins og Laut í laginu. Sumsé, gamalt rishús á 3 hæðum, með tröppum, risglugga og svölum. Jahá. Kannski ég birti mynd ef vel tekst. Eða bara ef tekst, held það ætti að nægja.

Ég má ekkert vera að þessu spjalli, þarf að stökkva á konfektnámskeið!

P.s. Metta, sátt?

Auglýsingar

One comment on “Til Mettu

 • Það er hægt að kaupa innstungu sem stungið er í samband í kveikjaradraslið á bílnum. Þú getur pottþétt stungið hárþurrku í samband þá 🙂

  knús
  Þóra

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: