Panna cotta

Published 25 nóvember, 2008 by fanney

Þennan eftirrétt hef ég gert oft eftir að ég fékk uppskriftina frá mömmu minni. Hann er unaður í skál, en ótrúlega auðveldur. Held þetta sé í 1. – 2. sæti yfir uppáhalds eftirréttina, ásamt súkkulaðiköku!

Panna cotta er ítalskur eftirréttur, frá N-Ítalíu, og þýðir í raun „rjómi eldaður“ eða soðinn rjómi – sem hann einmit er!

___

Panna cotta fyrir 4-6

5 matarlímsblöð

5 dl rjómi (virkar líka að nota matreiðslurjóma)

1 stk kaffirjómi

1/2 vanillustöng

150 gr sykur

__

Sósa:

150 gr hindber, frosin

50 gr sykur

___

Matarlímsblöðin lögð í bleyti í kalt vatn. Vanillustönginn klofin og fræin skafin úr, allt (nema matarlímið) sett í pott (líka fræin og stöngin) og hitað að suðu – HRÆRA mjög reglulega svo ekki brenni við. Þegar suðan er komin upp er potturinn tekinn af hitanum, vanillustöngin tekin uppúr og matarlímsblöðunum (sem búið er að vinda) pískað saman við einu í einu. Hellt í litlar skálar (ég nota creme bruleé form), plastfilma sett yfir og sett í frysti eða í kulda (útá svalir?) í nokkrar klst eða þar til stíft.

Sósan er einföld. Skella þessu í pott og lækka niður þegar blandan fer að sjóða. Þið ráðið hversu ,,grófa“ þið viljið hafa sósuna, en mér finnst best að nota pískinn til að kremja berin vel og píska inná milli. Ef sósan verður of þykk að ykkar mati þá er ekkert mál að bæta við vatni og hræra vel. Kælt.

Þegar rétturinn er borinn fram finnst mér fallegast að setja sósuna ofan á hverja skál. Litasamsetningin þegar skeiðin fer ofan í er frábær – eldrautt og rjómahvítt! Ég sagði það – unaður!

Auglýsingar

8 comments on “Panna cotta

 • Ég elska þig fyrir að kynna mig fyrir unaðinum Panna Cotta. Ég gleymi því seint þegar ég smakkaði þessa töfra í skál í fyrsta sinn. Gott ef það urðu ekki tveir töfrar… úr tveimur skálum…

 • Ohhh ég er svooo ánægð að sjá færslu hérna inni… elska að lesa matarbloggið þitt snúlla! Reyndi að vera eins myndarleg um daginn og tók mig til og bakaði súkkulaðibitakökurnar eftir uppskriftinni þinni og nú er kærastinn búinn að henda mér formlega út úr eldhúsinu, svo illa tókust þær… góðar á bragðið en þunnar sem pappír…. hvað gerði ég rangt?!?!??!?!! Þarf að prófa aftur, snart!
  Hlakka til að sjá þig um jólin snúsa og taka svo sem eitt eða tvö spil!
  Knús og klem

 • Elsku Ólöf Inga! Ég fagna því að þú bakir og eldir, án efa hæfileikar þar á ferð! Varstu að prófa amerísku súkkulaðikökurnar? Þær eiga nefnilega að renna svakalega út, en þó ekki vera jafn þunnar og pappír. Þú gætir þurft að baka þær eitthvað minna, amk finnst mér þær bestar þannig en ekki alveg bakaðar og harðar.
  Segi það sama, hlakka sömuleiðis til að hitta þig um jólin og já bókað mál að við tökum spil! Kannski ég verði búin að fjárfesta (nú eða fá í jólagjöf) nýtt spil, s.s. nýja Kreppuspilið?? (www.kreppuspilid.is) hehehe
  Knús til DK!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: