Spelt-pítsbotn

Published 19 nóvember, 2008 by fanney

Ég er búin að græja unaðslega pítsabotnuppskrift úr spelti. Yfirleitt verða speltbotnarnir hjá mér svo harðir og ólystugir, en hérna er málið! Uppskriftin nægir í 2 pítsur, svo þið getið minnkað hana um helming ef þið viljið.

___

Spelt-pítsabotn fyrir 2 botna

1/2 kg spelt

2 msk hunang

2 tsk salt

2 msk þurrger

3 msk olía

1 msk pítsakrydd

volgt vatn

___

Setja smá volgt vatn í litla skál, leysa hunangið upp í því og bæta gerinu og saltinu við. Hræra vel og geyma í ca 5 mín eða þar til það fara að koma loftbólur á yfirborðið. Þá er gerið byrjað að virka – áður en það fer í deigið! Þurrefnunum er blandað saman og svo hunangsvatsblöndunni og meira vatni þar til það er frekar blautt, en þó meðfærilegt. Reyna að hnoða það ekki mikið, þá verður botninn seigur. Speltið þarf ekki eins mikla hnoðun og venjulegt hveiti. Setja smá olíu á hendurnar og klappa deiginu. Láta hefast í amk 30 mín á stað þar sem ekki næðir um það (ég set deigið mitt alltaf inní örbylgjuofninn, lærði það af mömmu. Ekki samt kveikja á ofninum!!!).

Auglýsingar

3 comments on “Spelt-pítsbotn

 • Hæ og takk kærlega fyrir kommentið hjá mér ! Alltaf gaman að sjá að einhver deili uppáhaldsáhugamálinu. Ekki minni ánægja þegar ég sá að þú ert sjálf með uppskriftablogg…. nú fer ég sko að fylgjast með og prófa… byrja á speltbotninum enda einstaklega GI-vænt 😉

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: