Möffinsuppskriftin mín

Published 19 nóvember, 2008 by fanney

Ég er, þó ég segi sjálf frá, afskaplega klár í því að gera möffins. Ekki það, þetta eru engin geimvísindi, en ég er fullvissuð um það að ég set svo mikla ást í deigið og þess vegna verða þær svona unaðslegar! Don’t burst my bubble! Ég er með þá dillu að ég hræri aldrei pönnukökur eða möffins í vél, heldur nota hendurnar – enda minnsta mál. Þá fer líka meira af ást í deigið sjáiði til 😉 Ég er fyrir löngu hætt að mæla þetta heldur slurka í skál – en uppskriftin er ca svona:

___

Möffinsuppskriftin mín

1 dós jógúrt (eða sambærilegt magn af súrmjólk, AB-mjólk eða einhverri jógúrt sem til er í ísskápnum)

2 1/2 bolli hveiti

2 bollar sykur

250 gr brætt smjörlíki

3 egg

1/2 tsk natron

1/2 tsk salt

(100+ gr súkkulaði)

___

Blanda öllum þurrefnunum saman í skál, gera holu í miðjunni og hella þar jógúrt (eða einhverju með gerlum) og eggjum og blanda, bæta svo smjörlíkinu saman við og hræra vel saman. Ég setti súkkulaðið í sviga því allt þar fyrir ofan er grunnurinn. Svo má setja súkkulaði; 1 tsk kanil og 1 1/2 bolla bláber; 1 tsk af kanil, 1/2 tsk negul og 1/2 tsk engifer til að fá jólabragð… eða bara hvað sem er! Ég nota yndislegu ískúluskeiðina mína og dömpa þessu í 2 möffinsform frá IKEA svo þetta gera 24 stórar möffins. Auðvitað má líka gera þetta amatör stæl og setja í pappaform 😉

Auglýsingar

2 comments on “Möffinsuppskriftin mín

  • En gaman!! Lattu mig vita hvernig heppnast! Herna i Kalvåg er tessi uppskrift ad leggjast vel i folk.. serstaklega tegar eg set sma kanil og frosin hindber uti (pot berjunum i kokurnar eftir ad eg hef sett deigid i formin). Obbo gott med vaniljasås og frukt!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: