Haframjölskossar

Published 19 nóvember, 2008 by fanney

Þessa uppskrift fékk ég frá Önnu Kareni, en hún sagði þetta vera uppáhaldskökurnar sínar. Þar sem ég þekki Önnu Kareni, og veit hversu mikill sælkeri hún er, stóðst ég ekki mátið og bakaði þær í kvöld við jóladisk Baggalúts. Maður bakar náttúrulega ekki smákökur við annað en jólatónlist!

____

Haframjölskossar frá Önnu Kareni ca 60 stk

2 dl sykur

2 egg

4 dl hveiti

200 gr smjör/líki

4 dl haframjöl

4 dl kornflex mulið (ég notaði rice crispies sem var afbragð)

2 dl kókosmjöl

150 gr súkkulaði (jájá, ég notaði 190 gr 😉 En ekki hvað?)

1 tsk natron

1/2 tsk salt

2 dl púðursykur

2 tsk vanillusykur (ég notaði 1 msk vanilludropa)

___

Hræra egg og sykur þar til létt og ljóst. Bæta smjöri saman við og hræra vel. Bæta þá púðursykri og eggjum og loks öllum þurrefnunum. Þetta hrærist saman eftir smástund, en deigið er frekar þurrt þannig séð. Síðan er tekin tsk af deigi og sett á plötu. Bakað við 180°C í ca 10 mín, eða þar til þær fara aðeins að taka lit á hliðunum. Gleðilega aðventu!

Auglýsingar

4 comments on “Haframjölskossar

 • Vahá hvað þessi er girnileg – ég prófa alltaf eina nýja sort um hver jól, þetta verður sú sort þessi jólin. Bara eiiiin spurning… í innihaldslýsingunni kemur hvergi fram smjör, en í „aðgerðarlýsingunni“ stendur að það eigi að setja smjör. Hversu mikið mín kæra og þá brætt eða? 🙂

 • Takk Lovísa! Það eru jú 200 gr smjörlíki eða smjör. Ég laga uppskriftina. Betur sjá augu en auga, sem hljómar samt furðulega því jú, ég hef 2 augu. Eníhú! Verði ykkur aððí! 🙂

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: