Fiskibollur

Published 19 nóvember, 2008 by fanney

Góður titill? Við Ella nágranni tókum okkur til í gær og gerðum fiskibollur úr guðdómlegum fiski sem Jonni frændi sendi mér. Við drullumölluðum í bland við plain uppskrift og þetta varð afraksturinn! Bollurnar voru settar í poka og í frystikistuna, en ekki fyrren við höfðum uhm-að og namm-að yfir æðislegum bollunum. Uppskriftina má að sjálfsögðu minnka eða stækka. Við notuðum 1 kg ýsu, 1 kg þorsk og 1 kg steinbít (sem ég notabene roðfletti!) 🙂

___

Fiskibollur

1 kg fiskur, roð- og beinlaus

ca 70 gr kartöflumjöl

ca 70 gr hveiti

4 egg

2 laukar, fínt saxaðir

1 msk salt (eða eftir smekk)

svartur pipar eftir smekk

ca 1 msk karrý (við notuðum indverska karrýblöndu)

rautt chilli eftir smekk (við notuðum ca 1 stk)

1 tsk lyftiduft

2 hvítlauksrif

smá mjólk, ef þarf

___

Laukur, hvítlaukur og chilli saxað fínt og sett í skál. Fiskurinn hakkaður í matvinnsluvél og öllu blandað saman nema mjólk. Hún er sett í eftir þörfum. Deigsoppan á að vera frekar þykk, eða eins og hrært skyr. Best er að byrja að blanda laukblöndunni og fiskinum saman með höndunum, kreista fiskinn og hræra vel. Best er að nota ískúluskeið með sjálfvirkum sleppara (svona) eða bara óldskúl skeið til að móta bollurnar. Þær eru brúnaðar á pönnu og settar á bökunarpappír inní ofn í ca 20 mín eða þar til þær eru stífar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: