Kreppa smeppa!

Published 11 október, 2008 by fanney

Röfl vikunnar: Djöfulli er ég orðin drulluandskotans leið á þessu liði þarna í Seðló. Á ekkert að fara lækka þessa skítavexti á þessu landi? Eru mennirnir með bómull í stað heila? Ég er á því að það eigi bara að flytja Dabba „kóng“ útí Vestmannaeyjar. Já eða Surtsey. Komin með nóg af þessum viðbjóði hérna. Guði sé lof fyrir Baggalút á þessum síðustu og verstu – so far.

Nú, í öðrum fréttum er það að ástsæl móðir mín er í bænum, búin að vera síðan á miðvikudag en fer á morgun. Telpan er í fjarnámi við HA og því hafa hlutverkin snúist algjörlega hjá okkur: „ekki gleyma nestinu, hita í 2 mín í öbbanum og brauðið í 30 sek! Tengist þetta hjal ykkar eitthvað náminu? Viljiði ekki maula möffins meðan þið lærið stúlkur mínar?“ – og þó. Hlutverkin hafa nú ekki ALVEG snúist við. Ég gerði díl við mömmu (les: mamma mútaði mér) um að ef hún myndi hreinsa út allt útrunna og myglusveppadótaríið í ísskápnum mínum skyldi ég taka fataskápinn minn í gegn meðan hún væri í skólanum í dag. Hafði sumsé þrjár klukkustundir, eða frá 15:20-18:30, til að ljúka verkinu. Sé það núna að ég hef samið af mér. Mitt verk er sko skítadjobb og hriiiiiikalega leiðinlegt. Hvaðan koma öll þessi föt? Allir einstæðingarnir (sko sokkarnir) í skápnum hafa nú fengið nýtt heimili sem hefur hlotið nafnið Hjálpræðisherinn. Já, ég ætla að safna einstæðu sokkunum mínum saman í stóran poka og þegar mér leiðist allsvakalega og ekkert er í sjónvarpinu þá ætla ég að flokka þá og henda þeim sem ekki eignast maka. Kannski ömurleg örlög fyrir einstæðan sokk sem hefur sér ekkert til saka unnið nema lenda á heimili Tætubusku. Kreppan kennir naktri konu að spinna – kannski ég útbúi einhverjar jólagjafir úr einstæðu sokkunum bara.

Auglýsingar

5 comments on “Kreppa smeppa!

 • Hohohohoho. Það er alveg heils dags vinna að laga til í fataskápunum. Eg hef þrjá fataskápa til að laga til í og aðeins einn einstakling sem hefur áhuga á að hafa einhverja röð og reglu þar inni.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: