Gamall lasarus

Published 7 október, 2008 by fanney

Búin að vera lasin síðustu daga. Glatað. Sökum beinverkja og annarra leiðinda er þolið ekki uppá sitt besta og því fátt um fína drætti hvað activity varðar. Erfitt að gera flest allt, en þó gat ég nú prjónað smá yfir útsendingu frá alþingi. Sem betur fer er ekki gúrkutíð í fjölmiðlum og því nóg að gera hjá mér í því að fylgjast með hvort það sé komin ný frétt á mbl.is, vísi, eyjuna, vb.is, snb.is, bb.is eða hvað þetta heitir allt saman. Já, það er svei mér spennandi að vera ég þessa síðustu daga!

Var annars á stórkostlegu haustmóti allra athvarfa Rauða krossins fyrir helgina. Vorum á Hótel Reykholti sem var snilld. Hótelið er yfirlýst heilsuhótel og er með svona wellness-center þar sem er m.a. þessi unaðslegi nuddstóll. Vá hvað það var gott að sitja í honum! Annars hefur orðið mikil breyting á þessu hóteli síðan ég fór þangað síðast, sem var á þeim tíma þegar ég vann á Hótel Ólafsvík og sömu aðilar ráku þessi hótel. Núna er búið að vinna vel með Snorra-Eddu og norrænu goðafræðina við að gera hótelið svona þema-hótel. Frábært alveg hreint að skoða alla gangana þar sem m.a. má sjá teiknimyndasögur um Þór, geisladiska sem tengjast goðafræðinni, fróðleikur um goðin og svo mætti lengi telja.

Nú svo fór ég á alveg hreint frábært konukvöld Lions í Ólafsvík á afmælisdaginn minn. 180 kvennsur að syngja með Mamma mia, dansa og klappa, góla á bera karlmenn í myndinni og yfir höfuð skemmta sér konunglega! Svo var ekki verra að heyra slíkan kór syngja afmælissönginn fyrir mig – þá sannaðist að jú, ég get roðnað! Á laugardeginum var svo smá grillerí heima, pabbi fór í galla og grillaði í grenjandi rigningu og roki. Svo mætti Sindri frændi og Unnur og spiluðu við okkur mömmu og Hjördísi. Svakalega gaman 🙂 Læt fylgja smá myndefni…

Svaka fjör á dansgólfinu!

Svaka fjör á dansgólfinu!

Grillmeistarinn

Grillmeistarinn

Spáð i turninn...

Spáð í turninn...

Auglýsingar

3 comments on “Gamall lasarus

 • Hættu að spá svona mikið í þessum fréttum öllum, svo lengi sem ríkið getur tryggt áframhaldandi reglulega útgáfu á nýjum trivjölum á meðan versti stormurinn gengur yfir þá þurfum við spilafólk ekki að hafa neinar áhyggjur.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: