Döðluhráfæðiskaka og Trivialtap

Published 19 september, 2008 by fanney

Þá er fyrsta spilaboði vetrarins lokið. Tapaði í Trivial, sem verður að teljast hneykslanlegt miðað við það að við Valla urðum í 2. – 3. sæti í Pöbbkvissinu á Karó í gærkvöldi. Reyndar var fólki gefinn ískyggilega mikill séns í kvöld (sbr. ADSL og mótorinn) og orsakaði það ójafnvægi og fengu m.a. bitrar athugasemdir að fljúga. En vel var veitt og held ég að aldrei hafi verið eins mikið um hollar veitingar á borðum í Gýpukotinu eins og einmitt í kvöld. Bjarni sá þó um að halda uppi heiðri sykurgyðjunnar og kom með yndislega bombu. Ég prófaði uppskrift sem ég fann á vefsvæði danska kúrsins. Hún er reyndar lítið dönsk, tilheyrir meira hráfæðisflokknum heldur en danska… en hvað um það, góð er hún já! Prófið hana ASAP!

___

Döðluhráfæðiskaka

200 gr hakkaðar möndlur (eða heilar)

200 gr döðlur

70 gr kókosolía

1 msk kakó

1 tsk sætuefni/strásæta/agavesíróp ef vill

___

Möndlur, döðlur og kakó sett í matvinnsluvél og látið rúlla þar til vel blandað og nokkuð fínt. Kókosolían sett inní örbylgjuofninn í nokkrar sekúndur þar til hún verður fljótandi. Olíunni hellt yfir möndlujukkið og sætuefninu bætt við ef fólk vill. Öllu blandað vel saman og sett í hringlaga form sem búið er að klæða matarfilmu. Sett í frystinn í ca 10 mínútur. Skellt á disk og borin fram köld, skreytt með jarðaberjum (kakan mýkist verulega við stofuhita og verður óskurðarhæf).

Ég gerði reyndar sósu ofan á kökuna sem samanstóð af sýrðum rjóma, sætuefni og rjómabragðefni (a la danski) en það má vel nota bara sýrðan rjóma eða rjómaostakrem. Mér finnst amk nauðsynlegt að hafa eitthvað svona létt með því kakan er eins og frönsk súkkulaðikaka, krefjandi og unaðsleg!

Auglýsingar

7 comments on “Döðluhráfæðiskaka og Trivialtap

 • Mikið verður sá maður sem hreppir þig heppinn maður Fanney mín! Vá, ég hef aldrei séð annan eins myndarskap, þessar uppskriftir þínar drepa mig…og fá mig á köflum til þess að vilja skipta út Betty fyrir alvöru uppskriftir;)

  Klapp á bakið;)

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: