Japanskur heimilismatur

Published 11 september, 2008 by fanney

Ég var að kaupa mér hroðalega athyglisverða bók (já ég veit, kreppa, en ég stóðst ekki mátið!). Hún heitir Japanskar konur – hraustar og grannar og er nokkurs konar svar við Franskar konur fitna ekki eða hvað hún hét. Þessi bók er hinsvegar engin megrunarbók í þeim skilningi heldur æðislegur leiðangur um japanskan heimilismat. Vissulega er farið yfir kosti matarræðis Japana í baráttunni við aukakílóin, hjartasjúkdóma, krabbameins og fleira, en hún er svo miklu, miklu meira. Ég er búin að liggja í henni síðan áður en ég keypti hana og er alveg að verða búin. Eins og svo oft þegar ég bít eitthvað svona í mig þá varð ég að prófa að elda eitthvað í líkingu við uppskriftirnar í bókinni svo ég prófaði að elda mér Soba-núðlurétt. Soba-núðlur eru snilld! Þær eru svo unaðslega hollar, enda úr bókhveiti sem er heilum haug hollari en ofurunna hveitið í venjulegum núðlum. Bragðið er svo gott, ég get ekki lýst því! Eníhú, hér fyrir neðan er uppskriftin – ef uppskrift skyldi kalla, enda japönsk heimiliseldamennska einstaklega auðveld! Ég mæli svo með því að þið smakkið þetta, þið eigið ekki eftir að sjá eftir því 🙂 Soba-núðlurnar fást hvorki í Hagkaup né í Nettó hérna á Akureyri, en þær fást hinsvegar í Friðrik V. Delicatessen.

____

Japanskar Soba-núðlur á nótæm!

ca 80 gr Soba-núðlur (ég notaði einn haug af fjórum í pakkanum sem ég keypti)

10 cm blaðlaukur, skorinn til helminga og saxaður í fínar ræmur

1 tsk Mirin, japanskt matreiðsluvín (fæst í Hagkaup)

2 tsk sojasósa, saltskert

1 tsk hrásykur (ég var búinn með minn svo ég notaði Agave-síróp í staðinn)

2 msk vatn

1 tsk hvít sesamfræ

___

Núðlurnar eru settar í sjóðandi vatn og soðnar í ca 3 mín, eða þar til þær mýkjast. Á meðan er laukurinn saxaður og mirin, soja, vatn og hrásykur/agave hitað á pönnu. Þegar núðlurnar eru tilbúnar eru þær sigtaðar og geymdar meðan laukurinn er settur útí sojasullið og það látið malla í 1 mínútu. Sesamfræin ristuð (líka hægt að rista þau áður en núðlurnar eru soðnar) og öllu blandað saman. Algert möst að snæða þetta með prjónum, svo agalega mikið jömmó! Uppskriftin er fyrir einn.

Auglýsingar

4 comments on “Japanskur heimilismatur

 • ohh já þær eru sko góðar þessar núðlur, og þarna rétturinn sem þú eldaðir fyrir mig… sjæse, eigum við að ræða það eitthvað? Það var bara fáránlega sjúklega unaðslega gott!!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: