Þyrla óskast!

Published 8 september, 2008 by fanney

Mig vantar þyrlu, helst sparneytna. Þyrluna ætla ég að nota t.d. á kvöldi sem þessu, þegar sjónvarpsdagsskráin er ömurleg og ekkert að gera nema stara á skjáinn og hugsa hvað það væri fínt að taka til í geymslunni, skipuleggja búrið, ganga frá þvotti eða bara fara að lesa. Þá gæti ég, í stað þess að stara á skjáinn, staðið upp, slökkt á sjónvarpinu, klætt mig í skó, hoppað uppí þyrluna (sem ég myndi nefna TF-SAVE) og skundað heim í Ólafsvík til familíunnar. Af hverju ég þarf endilega að eiga heima óravegu frá öllum ættingjum skil ég ekki. Eða ekki þannig. Ég er jú í frábærri vinnu í bæ sem ég dýrka. En mikið óskaplega er ég langt frá öllum.

___

Þannig að, ef þið vitið um litla og sparneytna þyrlu, látið mig vita. Vöruskipti skilyrði.

Auglýsingar

3 comments on “Þyrla óskast!

 • Ég á ekki þyrlu… en ég á tvær hendur sem ég gæti notað til að knúsa þig þegar þú ert einmana. Eða ég gæti notað þær til teygja mig í gómsætan mat sem að við erum búnar að malla. Eða ég gæti notað þær í .. þú nærð myndinni.

  Hvernig væri að við færum að hittast, stelpurnar, og borða saman eða slúðra eða horfa á vídjó?

 • ass hefði átt að senda þyrluna á eftir þér þegar hún var hér fyrir viku að setja upp snjóflóðagirðingarnar, hefði verið gott að fá pásu á meðan hún hefði skotist eftir þér, svo obba læti í henni :/

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: