Stelpupartý 2008

Published 28 ágúst, 2008 by fanney

Uppþvottavélin hefur ákveðið að taka sér síðbúið sumarfrí án þess að biðja um leyfi til þess atarna. Ekki það að heillin eigi fríið ekki skilið, en kannski skemmtilegra að tala við mig fyrst.

Já, en stelpan lætur það ekki á sig fá heldur ætlar að halda gleðilegt Stelpupartý 2008 næsta laugardag. Haldiði! Í Gýpukotið munu koma eðaltúttur, creme de la creme, til þess að smakka á mojito og marglitum kokteilum og tala um mál sem ekki þola dagsbirtuna. Máske ég deili nokkrum myndum með ykkur eftir helgina, en þá lofiði að segja engum!!

Búin að vera föndra skreytingar með Völlunni og Önnu Rósu og já, svei mér ef íbúðin er bara ekki hressandi skemmtilegri núna en hún var fyrir. Nú og svo bakaði ég og má sjá hluta afrakstursins á meðfylgjandi mynd.

Annars er stefnan tekin á borgina nú síðdegis. Síðustu leifarnar verða sóttar í Kópavoginn og annað kvöld verður svo haldið í þrítugsafmæli hjá Jóa króa – ekki slæmt það. Kannski ég verði svo dugleg að pakka á morgun að ég komist í IKEA? Sat einmitt slefandi og gólandi yfir nýja vörulistanum áðan, þvílíkir snillingar!

En jæja, ég má engan tíma missa. Ég er mjög upptekin og verðmæt kona þessar stundirnar. Ciao!

Typpamöffins i Stelpupartý 2008

Typpamöffins í Stelpupartý 2008

Auglýsingar

2 comments on “Stelpupartý 2008

 • jiiii, sveiattan vélinni, klárlega ekki að standa sig!
  Annars finnst mér þessi mynd svo mikil snilld, það er svo skemmtilegur glampi í augunum á þér, lövlí.
  Honey honey, how you treat me aha, honey honey

  glatað að missa af partýinu, skreytingin er klárlega að gera sig! Bíð spennt eftir myndunum!! loooooooove

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: