Volgt sumarpasta

Published 24 ágúst, 2008 by fanney

Á fimmtudaginn kom Vaka Ýr í Gýpukotið í pasta og hvítvín með okkur mömmu og ömmu. Þessi réttur varð til með því að setja bara gott hráefni saman, getur ekki klikkað. Auk þess er hann frábær með vel kældu hvítvíni og góðum félagsskap. Það er mjög auðvelt að útbúa nánast allt fyrirfram (nema sjóða pastað) og því tilvalið þegar maður vill njóta félagsskaparins. Ég lofa!

___

Volgt sumarpasta fyrir 4

Pasta tricolori af hvaða sort sem er

5-6 msk ólífuolía

2 msk fersk basilíka, fínsöxuð

1-2 kínverskir hvítlaukar

handfylli svartar ólífur

handfylli (eða rúmlega) klettasalat (rucola)

1 msk agave sýróp

salt og pipar

graskersfræ, furuhnetur, pistasíuhnetur eða aðrar hnetur eða fræ sem þið viljið – ristað

handfylli rifinn parmesan ostur

___

HITA ólífuolíuna á pönnu á lágum hita. Setja hvítlaukinn útí, hann á EKKI að steikjast heldur aðeins að hitna í olíunni svo bragðið úr honum blandist góða ólífubragðinu af olíunni. Hita þetta í nokkrar mín og bæta þá basilíkunn og sýrópinu við og slökkva undir. Skera ólífurnar í sneiðar og saxa klettasalatið fínt og geyma. Þegar gestina ber að garði er hægt að sjóða pastað skv. leiðbeiningum á pakka (í guðanna bænum ekki of lengi!) og blanda öllu saman. Þið sjáið hvort það þurfi meiri ólífuolíu, olían á að þekja allt pastað en ekki vera löðrandi. Leyfa mesta hitanum að rjúka áður en osti og hnetum er stráð yfir og þetta snætt með góðum félagsskap og góðu hvítvíni. Gott líka að hafa brauð með til að þrífa diskinn 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: