Ísípísí Afrókjúlli með kúskúsi

Published 24 ágúst, 2008 by fanney

Þessi kjúklingur á svosem fátt skylt með afrískum réttum held ég, en hann lítur út fyrir að vera frá Morokkó eða Afríku og þess vegna fær hann þetta hressa nafn. Mjög auðvelt en afskaplega gott. Þegar ég gerði þennan rétt í vinnunni um daginn gerði ég þrefalt meira og það dugði vel fyrir 16 manns svo þetta er fyrir ca 4-5.

___

Ísípísí Afrókjúlli

4 kjúklingabringur

1 laukur

2 kartöflur

1/2 rauð paprika

1/2 græn paprika

2-4 gulrætur

3-4 hvítlauksrif eða 1 kínverskur

2 msk rifið engifer

1 tsk kanill

1/2 tsk negull

salt og pipar

kjúklinga- eða grænmetisteningur

vatn

kókosmjólk/matreiðslurjómi

___

Kjúklingabringurnar skornar í bita og steiktar á grillpönnu eða venjulegri pönnu. Kryddaðar með salti og pipar og settar til hliðar. Grænmetið allt saxað niður í miðlungsbita. Laukur, gulrætur og kartöflur steikt í smá olíu í ágætlega stórum potti. Eftir ca 5 mín er hvítlauk og engifer bætt saman við og steikt í 3 mín. Bæta rest af grænmeti og steikja í 5 mín. Tengingi og kryddi bætt útí og slurk af soðnu vatni úr hraðsuðukatlinum, ca 2-3 bollum. Þetta er látið malla þar til grænmetið er orðið mjúkt, ætli það séu ekki ca 10 mín eða svo – fer þó eftir stærð bitanna. Þá er komið að skemmtilega hlutanum 🙂 Grænmetið er maukað í matvinnsluvél eða með töfrasprota (sem er by the way snilldartól í eldhúsið gott fólk!) þar til þetta er nánast eins og barnamauk. Þá er kókosmjólkinni/rjómanum bætt útí og kjúllanum. Sósan á að vera í þykkara lagi svo ef hún er þunn þá þarf að þykkja og ef hún er afskaplega þykk þá þarf að bæta við vatni. Þessi pottréttur er svo borðaður með kúskúsi og/eða naan brauði.

___

Kúskús með steinselju

250 gr kúskús, ókryddað

250-300 ml soðið vatn

olía/smjör

handfylli fínsöxuð steinselja

___

Kúskúsið sett í skál eða pott og vatnið sett yfir, lokað með plastfilmu, matardisk, loki eða hvaðeina. Látið standa í um 5 mín, þá er hrært í með gaffli og 1 msk af smjör eða olíu hrært saman við ásamt steinseljunni.

Auglýsingar

One comment on “Ísípísí Afrókjúlli með kúskúsi

 • mmmmmmmm eigum við að ræða það eitthvað hvað þetta er girnó!! ætla að gera svona fljótlega! verst að ég á ekki töfrasprota né matvinnsluvél, en hlýt að geta bara notað kitchen-aidið og gert það þar?:)

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: