Dot dot dot

Published 24 ágúst, 2008 by fanney

Jæja, kominn tími til að stimpla sig inn? Af nógu er að taka svo ég held þetta verði barasta punktablogg.

 • Mamma og amma búnar að vera hjá mér síðan á miðvikudag. Æðislega kósý og gaman – en þeim mun tómlegra akkúrat núna þegar þær eru farnar. Búið er að sjóða í rabbabarasultu, lífga blómin við, skúra, brjóta saman þvott og borða góðan mat. Við erum líka búnar að þræða verslanir bæjarins og drekka pínu hvítvín. Horfðum svo á leikinn í morgun yfir góðum morgunmat. Yndislegt.
 • Fór í 45 ára afmæli hjá Þorláki og sá loksins nýja húsið. Leið eins og ég væri að labba inní blaðinu Hús og hýbýli. Toppurinn var svo þegar við náðum í plötuspilarann (sem bekkurinn minn gaf honum við dimmiteringuna) og rifjuðum upp pönkið. Purrkur Pillnikk og Nina Hagen. Næææs.
 • Fór í 5 ára afmæli hjá Sunnu Mekkín gullfallegu vinkonu minni. Það er vel hægt að segja að bleikur hafi verið ráðandi litur hjá afmælisbarninu að vanda. Stórglæsilega Hello Kitty afmæliskaka sem snillingurinn móðirin hafði gert og fuuuuuullt af kökum. Líka pítsur. Namm. Læt fylgja með mynd af okkur stöllum sem Dagný tók af okkur á laufabrauðsdeginum í fyrra.
 • Er að skipuleggja heljarinnar stelpupartý um næstu helgi! Hlakka gríðarlega mikið til en ef ég segi meira þá er ég hrædd um að ég verði að drepa ykkur svo… 😡
 • Bætti svo við nýjum uppskriftum, bara svo ég gleymi þeim ekki 🙂
 • Að lokum fær Valdísin mín hrósið fyrir að fara uppá Súlur á meðan ég át kökur.
Fanney Dóra og Sunna Mekkin uppteknar

Fanney Dóra og Sunna Mekkín uppteknar

Auglýsingar

4 comments on “Dot dot dot

 • Mér finnst mjög leiðinlegt að komast ekki í partýið. En ég skála út í loftið í Reykjavík. „Skál“, segi ég út í tómið. „Skál vinkonur“, og svo græt ég beyskum tárum sem eru jafnframt gleðitár yfir að þekkja svona flottar konur.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: