Vinnugleði

Published 13 ágúst, 2008 by fanney

Ég elska vinnuna mína. Hver dagur er svo ótrúlega fjölbreyttur og skemmtilegur. Yndislegt fólk, skemmtileg verkefni og góður andi. Mikið er ég heppin 🙂 Ég hef líka verið að fá ansi flott ljóð í allt sumar, nú síðast í dag. Mig langar til þess að deila með ykkur fyrsta ljóðinu sem ég fékk og er eftir stórskáldið Stefán.

_____

Fanney mín Dóra

Fanney Dóra, Fanney mín

Fögur ertu. Sólin skín

er ég lít í augu þín

eftir því vonin lætur.

Dýrmæt ertu sem silkilín

svo hjartað í mér grætur.

Því þú ert einhver in bezta dís

á ævi hef hitt. Sérhver dagur rís

í þínu nafni og menn og mýs

mildast við kynnin af þér.

Engin er það gálaus grís

að gæfuhnoðrast með mér.

Þess vegna ég óska þess

þú ætíð verðir mér kær og hress

og segir ekki í bláinn: Bless

ég bara þekki þig ekki

þá verð eg ei lengur ferskur fress

og fæ í hálsinn kekk!

_____

Yndislegt alveg 🙂 Góð helgi framundan sem byrjar held ég bara á morgun með dinner, spilamennsku og vælumynd með Valdísinni minni. Hvítvínssötr og stelpukvöld á föstudaginn og svo rólegheitalaugardagur. Vonandi næ ég að hitta á Ingveldi sem verður víst í bænum. Sumsé – andstæða síðustu helgar 😉 Vonandi verður þessi bara eins skemmtileg og sú síðasta!

Auglýsingar

4 comments on “Vinnugleði

 • Ohh takk fyrir unaðslegt kvöld, yndishnoðrinn minn!!!
  Svo gott að hitta þig og knúsa og spjalla, hefðum þurft að ná meira af því, ahhh koma tímar;) sjeðveik mynd, verð bara að láta það fylgja með að þú grést meira en ég! bara svo það sé til á prenti;)
  minnistbókin næst?

 • Heyrðu, þú ert frábær og ég sakna þín brjálæðislega. Ég kem til Akureyrar föstudaginn 29. ágúst en fer til Reykjavíkur daginn eftir. Ég verð bara að fá að vera með á skype í Alberto.

  Mæ god hvað mig langar að upplifa Alberto enn á ný. Þá meina ég klúbbinn.

 • Mér finnst að þú eigir að blogga, já það finnst mér! Svo finnst mér líka að þú ættir að halda áfram að vera svona sæt, já mér finnst það eiginlega bara…

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: