Brjálað að gera!

Published 6 ágúst, 2008 by fanney

Sumarið er tíminn segir klisjan. En það er bara svoleiðis. Sumarið hefur verið afskaplega notalegt og skemmtilegt. Fór í byrjun júlí heim í Ólafsvík á bekkjarhitting sem var snilld! Hjördís Harpa kom m.a.s. frá Spáni, hef ekki séð þá túttu í heila öld held ég bara. Nú og svo var auðvitað fáránlega skemmtilegt á Grundarfjarðardögunum s.k. – eða Á góðri stundu í Grundarfirði. Góðir félagar úr MA komu og héldu uppi fána græna hverfisins. Endalaust góður matur – allan daginn! Yndislegir ættingjar og stórkostleg gítarpartý með 3 gítörum og einni harmonikku. Sálarball þar sem voru 550 manns samankomin í húsi sem rúmar 200, með tilheyrandi hita og svita. Vá hvað ég ætla aldrei að sleppa þessari helgi!

Verslunarmannahelgin var líka unaðsleg. Við MaggaStína skelltum okkur á Hvanndalsbræður, eiginmenn okkar, og sungum úr okkur röddina. Fórum svo ansi hressar á Nýdanskrar ball þar sem var sungið pínku meira. Grill og kósýheit heima hjá Hjalta á laugardeginum og svo endað í Hattaþemagarðpartýi hjá Alla bróður (sko MögguStínu) sem var æðislegt. Á sunnudeginum fékk ég svo kútinn hann Lalla í heimsókn, grilluðum í Gýpukotinu með Signýju og settumst svo á teppi á Sparitónleikunum á Akureyrarvelli, spiluðum Uno, drukkum smá öl, kjöftuðum smá og horfðum á 18 ára strák klæða sig ca 18 sinnum úr skyrtunni fyrir framan okkur og annan á sama aldri bjóða Signýju að barna hana þar sem hún væri orðin það gömul að eggin færu bráðlega að úldna Yndislegt. Og flugeldasýningin! Maður lifandi hvað hún var æðisgengin.

Núna mætti halda að rólegheitatíð væri í vændum, en aldeilis ekki. Um næstu helgi verð ég að vinna á Friðriki V. og það finnst túttunni nú ekki leiðinlegt. Friðrik V. sér um veitingarnar á Handverkshátíðinni á Hrafnagili og ég verð að vinna þar – jibbýkóla 🙂 Eflaust hressandi helgi það. Nú svo fór ég á Batman: Dark knight og er aftur orðin ástfangin af Christian Bale. Og bara myndinni held ég. Fæ gæsahúð bara af því að tala um þessa mynd. Heath Ledger með stórkostlegan – og á tíðum óTRÚlegan – leik sem hinn snarbilaði Jóker.

Þetta átti samt að vera afskaplega stutt og nett færsla. Ó vell. Enda þetta á nokkrum sumarmyndum.

Á Hriseyjarhátið að elda 100 l af fiskisúpu Friðriks V.

Á Hríseyjarhátíð að elda 100 l af fiskisúpu Friðriks V.

Grillað á pallinum hjá Völlu og Adda i unaðslegu veðri

Grillað á pallinum hjá Völlu og Adda í unaðslegu veðri

Ella frænka og Jón mættu að sjálfsögðu i græna hverfið á Grundaradögunum

Ella frænka og Jón mættu að sjálfsögðu í græna hverfið á Grundaradögunum

Hitinn i hámarki á Sálarballi

Hitinn í hámarki á Sálarballi

"Helgi, Helgi, spilað'á gitarinn! Ég skal syngja með þér ef þú spilar á gitarinn!"

"Helgi, Helgi, spilað'á gítarinn! Ég skal syngja með þér ef þú spilar á gítarinn!"

Að taka niður tjaldið á sunnudeginum var erfiðisvinna fyrir suma

Að taka niður tjaldið á sunnudeginum var erfiðisvinna fyrir suma

Í giftingarinnflutningspartýi Völllu og Adda

Í giftingarinnflutningspartýi Völllu og Adda

Hressar piur i giftingarinnflutningspartýi

Hressar píur í giftingarinnflutningspartýi

Á Hvanndals...

Á Hvanndals...

Meira Hvanndals... +

Meira Hvanndals...

Bjössi Jör og Danni...

Bjössi Jör og Danni...

Jæja, var þetta bara ekki dágott?

Auglýsingar

7 comments on “Brjálað að gera!

 • 🙂 Það er reyndar eins og þú sért með hálsríg á myndinni… sem er samt bara fyndið. Ég kemst ekki enn yfir það hversu mikil snilld júróvísjón-sambræðslusöngspileríið var! Getiði endurnýjað heitin bráðlega?

 • með þeim bestu helgum á minni stuttu lífsævi..mannstu helgina þessa í óló…mér var sagt að það hefði verið gaman……og ég sem kom ALLA LEIÐ FRÁ SPÁNI og þarf að láta segja mér hvernig þetta var hehehehehe…..en ofsalega var nú gaman…endurtökum leikinn mjög fljótlega…skal ekki vera svona spennt og skal alls ekki „leggja mig“ í miðju partýi….
  muuuuuuuuaaaaaaaaahhhhhhhhh

 • ohh hvað ég hefði verið til í að vera á tónleikunum með ykkur! next time, æl tell jú:)
  annars hlakka ég afskaplega mikið til að hitta þig á allra næstu dögum, enda ólöglegt hvað er langt síðan ég hef séð þig…
  knús

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: