Biscotti

Published 25 júlí, 2008 by fanney

Mig hefur lengi langað til að prófa að gera biscotti, en einhvern veginn ekki lagt í það. Núna í morgun ákvað ég að slá til og prófa – með ágætis árangri. „Heimsótti“ hana Nönnu Rögnvaldar og fann hjá henni uppskrift sem ég prófaði – með mínu lagi. Deigið var alltof þurrt þegar ég var bara með eggjarauðurnar (enda með nóg af gumsi í því) svo ég setti hvíturnar bara líka. Næst mun ég þó nota einni færri eggjahvítu og þannig hljómar þessi uppskrift.

Biscotti með kanil, súkkulaði og pekanhnetum

2 eggjarauður

1 eggjahvíta

250 gr sykur

250 gr hveiti

lúka pekanhnetur, grófsaxaðar

1 plata siríus konsúm, grófsaxað

lúka súkkulaðidropar (hægt að hafa eina og hálfa plötu af konsúm, ég átti það ekki til)

1 tsk kanill

1/4 tsk salt

____

Þeyta eggin og sykurinn vel. Bæta þá hinu útí og hnoða, annað hvort í vél eða höndum. Skipta deiginu í tvennt og gera sitthvora lengjuna, um 1 cm á þykkt. Bakað á smjörpappír við 180°C í ca 25 mínútur. Þá er platan tekin út og lengjurnar skáskornar í bita, ca 1,5 cm á þykkt (eða eftir smekk). Raða aftur á plötuna, hitinn hækkaður í 200°C og kökurnar bakaðar þar til þær fá fallegan lit, ca 20 mín.

____

Já eins og ég segi þá studdist ég við uppskriftina hennar Nönnu, en notaði annað góðgæti en ristaðar möndlur. Mér fannst þetta bara afskaplega gott, enda mikill aðdáandi kanils og súkkulaði – svo ég tali nú ekki um pekanhnetur. Næst ætla ég að róa á aðeins hollari mið og prófa girnilega uppskrift frá CafeSigrún.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: