Fljótlegar núðlur

Published 17 júlí, 2008 by fanney

Þessi ,,uppskrift“ fæddist eitt kvöldið þegar okkur Villa langaði í góðar núðlur. Hann á algjörlega heiðurinn af þessu, blessaður, en ég fékk að græja þennan rétt í vikunni – í fyrsta sinn. Lilsys, sem er mikill aðdáandi Nings, var sátt og át vel og lengi. Hlýtur að teljast góður dómur. Eníhú, þær eru afar auðveldar en mjög góðar. Mér finnst þær miklu betri en Nings-núðlur, ekki spurning!

Fljótgerðar núðlur f. 3-4

1 pk Blue Dragon eggjanúðlur (eða aðrar núðlur)

1 pk Blue Dragon Black Bean sósa, í bréfi

3 egg

1 rauðlaukur

1 pk frosin wok-blanda (eða grænmetisblanda að eigin vali, mér finnst þó nauðsynlegt að hafa waterchestnuts (hvað ætli íslenska orðið sé?) og kasjúhnetur)

nokkrir sprotar spergilkál

1/2 pk kasjúhnetur

2-3 kjúklingabringur (eða 1 bakki kjúklingalundir)

Sojasósa, sweet chilli sósa, pipar

_____

Sjóða núðlurnar skv. leiðbeiningum. Á meðan er kjúklingakjötið (eða annað kjöt) steikt á pönnu, kryddað með pipar og sojasósu. Þegar kjötið er orðið steikt er eggjunum bætt útí og hrært í stöðugt þar til þau eru steikt og sett í skál ásamt núðlunum. Steikja svo lauk og grænmeti á pönnu, bæta svo kasjúhnetunum við og setja í skálina. Þá er sósunni blandað saman við og jafnvel smá af sweet chilli sósunni ef þið viljið meira bragð. Mér finnst líka gott að setja þá sósu yfir núðlurnar á disknum mínum.

Voila! Afar fljótgerðar og góðar núðlur 🙂

Auglýsingar

6 comments on “Fljótlegar núðlur

 • Ég elska þessar uppskriftir þínar – verst hvað ég verð svöng að lesa bloggið þitt 🙂 en mannstu eftir kjötréttinum sem þú bjóst til í afmælinu hennar Völlu? Er hann flókinn?

 • Mmmmmmmmm Reynir er meistari í að gera núðlur líka. Bara núðlupakki úr Bónus í skál, krydd yfir sem fylgir með í poka, sjóðandi vatn yfir alltsaman. Bíða í smá stund og borða svo með bestu lyst. Eða neyða ofan í sig af gömlum vana.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: